Fjárhagsáætlun og framkvæmdir
Sveitarstjórn Hörgárbyggðar afgreiddi fjárhagsáætlanir sveitarsjóðs, Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2007 skömmu fyrir jól. Áætlaðar skatttekjur eru 164 milljónir kr. sem er 11% hækkun frá áætlun ársins 2006. Gert er ráð fyrir framkvæmdafé frá rekstri upp á 13 millj. kr. Heildarfjárhæð til framkvæmda er 20,4 milljónir, mismunurinn er fjármagnaður með lántöku og lækkun á handbæru fé. Þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir eru: Sparkvöllur og leiksvæði Þelamerkurskóla (3,7 millj. kr.), viðbygging leikskólans Álfasteins (9,0 millj. kr.), endurbætur á Hlíðarbæ (4,5 millj. kr.) og frágangur á götunni Birkihlíð (3,2 millj. kr.). Fjárhagur Hörgárbyggðar er traustur, sem sést á því að handbært í árslok 2007 er áætlað að verði yfir 20 millj. kr. Fjárhagsáætlun aðalsjóðs má lesa hér, og framkvæmdaáætlun hér.