Kynning á aðalskipulagstillögu

Á fimmtudaginn, 15. febrúar kl. 20 verður tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar kynnt á almennum fundi í Hlíðarbæ. Þar munu Yngvi Þór Loftsson, arkitekt, og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfræðingur, kynna tillöguna. Síðan verður spáð, spekúlerað og rýnt í kort eftir því sem fundarmenn vilja. Íbúar Hörgarbyggðar eru eindregið hvattir til að koma á kynningarfundinn og taka virkan þátt í m...

Góð ferð á Meistaramót í frjálsum

UMSE fór með kornungt lið á aðalhluta Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Keppendur voru sex á aldrinum 14-24 ára. Arna Baldvinsdóttir, Smáranum, stóðst álagið með prýði og bætti sig í langstökki og 400 m hlaupi. Svo hljóp hún kvennagrindina mjög vel og varð 10. Steinunn Erla Davíðsdóttir, Smáranum, var yngsti keppandinn frá UMSE. Hún er 13 ára og bætti ...

Fundargerð - 08. febrúar 2007

Fimmtudaginn 8. febrúar 2007 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, formaður, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Atvinnusvæði við vegamót Blómsturvallavegar Lagt fram bréf, dags. 1. febrúar 2007, frá Skipulagsstofnun, sem er sv...

Síldin kemur í Hörgárdalinn

Leikfélag Hörgdæla hefur hafið æfingar á hinu sívinsæla leikriti Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikstjóri er Sunna Borg og tónlistarstjóri er Snorri Guðvarðsson. Leikritið lýsir lífi farandverkafólki á síldarárunum, gleði þess og sorgum, vinnu, drykkju, ástum og samskiptum við heimafólk.Rauði þráðurinn er síðan togstreita síldarspekúlantsins við landeigandann se...

Fundargerð - 07. febrúar 2007

Gásanefnd kom saman til fundar í Glerárgötu 26 á Akureyri miðvikudaginn 7. febrúar 2007 kl. 20:00. Á fundinum voru Jóhanna María Oddsdóttir, Guðrún M. Kristinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Kristín Sóley Björnsdóttir, Guðmundur Sigvaldason, Ingólfur Ármannsson og Þórgnýr Dýrfjörð. Á fundinum voru einnig Helgi B. Steinsson, oddviti Hörgárbyggðar, og Árni Arnsteinsson í sveitarstjórn Hörgárbyggða...

Fundargerð - 07. febrúar 2007

Mættir: Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Guðrún Harðardóttir, Líney Snjólaug Diðriksdóttir, Hugrún Hermannsdóttir leikskólastjóri og Stella Sverrisdóttir fyrir hönd foreldra.   Efni fundarins: 1.      Sumarfrí leikskólans 2.      Flutningur – hvernig er best að standa að því. 3.      Búnaður- peningaupphæð og fleira 4. ...

Gásanefnd hefur störf

Nýlega hélt Gásanefnd sinn fyrsta fund. Nefndin er samráðsvettvangur Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um verkefnið "Gásir í Eyjafirði - lifandi miðaldakaupstaður". Nefndin heyrir undir sveitarstjórn Hörgárbyggðar, sem leiðir verkefnið stjórnsýslulega. Fulltrúi Gásafélagsins á seturétt á fundum nefndarinnar.Verkefni nefndarinnar er að stofna félag og/eða sjálfseignarstofnun...

Endurbætur á aðalsal Hlíðarbæjar á lokastigi

Endurbótum á aðalsalnum í Hlíðarbæ er að ljúka. Í gærkvöldi kom þar saman hópur fólks til að þrífa, setja upp gluggatjöld og laga til eftir framkvæmdirnar. Myndir af nokkrum í hópnum má sjá með því að smella á "meira" hér neðan við. Næsta laugardagskvöld er fyrsti viðburðurinn í húsinu eftir að endurbæturnar hófust, fyrir utan bridge-spilamennsku á þriðjudögum allan framkvæmdatímann...

Eiríkur einn sá besti

Eiríkur Helgason á Sílastöðum hefur verið útnefndur 6. besti jaðaríþróttamaður heims af íþróttadeild sænska dagblaðsins Aftonbladet. Eiríkur þykir afar fimur á snjóbretti. Með því að smella hér má skoða myndir af kappanum. Í fyrstu sætunum eru skíðagarparnir Tanner Hall og Jacob Wester. Fréttin í Aftonbladet í heild er hér....

Frábær hrútur á Staðarbakka

Lömb frá frá Staðarbakka í Hörgárdal hafa komið út með ágætum í kjötmati undanfarin ár, en í haust slógu afkvæmi hrútsins Króks á Staðarbakka öll met í kjötmati fyrir gerð. Af 17 sláturlömbum undan honum sl. haust fór 9 í hæsta gæðaflokk og hin 8 fóru í næsthæsta gæðaflokk. Frá þessu er sagt á heimasíðu Búgarðs, sjá hér....