Fundargerð - 07. febrúar 2007
Gásanefnd kom saman til fundar í Glerárgötu 26 á Akureyri miðvikudaginn 7. febrúar 2007 kl. 20:00. Á fundinum voru Jóhanna María Oddsdóttir, Guðrún M. Kristinsdóttir,
Þetta gerðist:
1. Kynning á menningarsetrunum í Nyköbing og Lejre í Danmörku
Kristín Sóley Björnsdóttir, Jóhanna María Oddsdóttir og Guðrún M. Kristinsdóttir sögðu frá heimsókn sinni til Nyköbing og Lejre í Danmörku í desember-mánuði síðastliðnum.
Að lokinni kynningunni urðu miklar umræður um framtíðaruppbyggingu á miðaldakaupstaðnum á Gásum.
2. Fjárhagsáætlun Gásaverkefnisins 2007
Lögð fram drög að rekstrar- og framkvæmdaáætlun Gásaverkefnisins fyrir yfirstandandi ár. Fram kom að áfram er unnið að fjármögnun verkefnisins á árinu. Eftir umræður um drögin vísaði nefndin þeim til sveitarstjórnar Hörgárbyggðar til afgreiðslu.
3. Viðræður við landeigendur
Greint frá viðræðum við landeigendur Gásaeyrarinnar um afnot af landi fyrir miðaldakaupstaðinn. Lögð voru fram drög að samningum þar að lútandi. Nefndin vísaði frekari viðræðum og samningagerð við landeigendur til sveitarstjórnar Hörgárbyggðar.
4. Viðskiptaáætlun
Rætt um gerð viðskiptaáætlunar fyrir verkefnið. Halla Björk og Kristín Sóley munu á næstu dögum eiga viðræður við starfsmann KPMG um gerð viðskiptaáætlunarinnar.
Fleiri gerðist ekki fundi slitið kl. 22:30