Hlíðarbær endurvarpar stafrænu sjónvarpi
14.12.2006
Hlíðarbær hefur fengið viðbótarhlutverk við það að hýsa skemmtanir, fundir og ráðstefnur. Þar er komin upp aðstaða fyrir móttöku- og sendibúnað fyrir stafrænt sjónvarp handa þeim í nágrenninu sem þess óska, bæði vestan og austan Eyjafjarðar.
Þá eru framkvæmdir við endurnýjun aðalsalarins í Hlíðarbæ í fullum gangi, en þær byrjuðu fyrir tæpum tveimur mánuðum. Sett er nýtt loft í salinn, skipt um loftræstikerfi og raflagnirnar endurnýjaðar.