411 íbúar í Hörgárbyggð
22.12.2006
Hagstofan gaf í dag út tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum landsins 1. des. sl. Skv. þeim voru íbúar Hörgárbyggðar þá alls 411 og fjölgaði um 3,0% frá fyrra ári. Meðalfjölgun íbúa á landinu frá 2005 til 2006 var 2,6%, svo að fjölgunin í Hörgárbyggð var yfir landsmeðaltali. Í Eyjafirði var fjölgunin mest í Hörgárbyggð, næst koma Eyjafjarðarsveit og Dalvíkurbyggð með 2,0% fjölgun. Á Akureyri fjölgaði um 0,5%.