Síðasti gamli bíllinn farinn frá Fornhaga II

Í Fornhaga II er búið að taka vel til í sumar, eins og víða. Sl. föstudag fór síðasti gamli bíllinn af jörðinni. Það var 55 ára gamall Dodge. Það var Þorsteinn Gústafsson úr Fellabæ sem sótti bílinn. Til að hafa allt í samræmi notaði Þorsteinn 45 ára gamlan hertrukk til flytja bílinn. Settið sem fór úr hlaði var því um aldargamalt, sjá stærri mynd hér. Heimasíða eigenda Fornhaga II er hér....

Fundargerð - 04. október 2006

Miðvikudaginn 4. október 2006 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgárbyggð saman til fundar í Hlíðarbæ. Sveitarstjórn kaus í nefndina þau Árna Arnsteinsson, formann, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir. Á fundinn komu allir nefndarmenn og auk þess Sighvatur Stefánsson og Þórður Steindórsson, húsverðir, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:  ...

Af hrútasýningu

Hrútasýning á veturgömlum hrútum hjá Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps var á Staðarbakka sl. föstudag. Dómari var Ólafur G Vagnsson og Rafn Arnbjörnsson sá um ómsjármælingu.Til sýningar komu 27 hrútar og dæmdust þeir mjög vel, 12 fengu 84 stig eða meira, aðrir 12 fengu 82 – 83,5 stig og aðeins 3 fengu undir 82 stigum. Besti hrútur sýningarinnar var dæmdur Þrymur 05-250 með 87 stig, fyrir læri...

Leikskólaviðbygging í fullum gangi

Vinna við viðbyggingu leikskólans Álfasteins er í fullum gangi. Húsið er risið og komin er klæðing á grindina. Næsta verk er að setja járn á þakið. Það er sem sagt stutt í að viðbyggingin verði fokheld. Mynd 1 hér, mynd 2 hér....

Hvað eru margar brýr í Hörgárbyggð?

Í skýrslu frá samgönguráðherra segir að á landinu séu 802 einbreiðar brýr og 447 tvíbreiðar, alls 1.249 brýr. Af þeim eru 14 í Hörgárbyggð, eða rúmlega 1%. Einbreiðar brýr í Hörgárbyggð eru 8 og 6 eru tvíbreiðar.Í skýrslunni má líka fræðast um lengd brúnna og aldur. Af einbreiðu brúnum í Hörgárbyggð eru 3 byggðar fyrir 1950, 2 á árunum 1951-1960 og 3 þeirra eru byggðar á árunum 1961-1990. All...

Gásaverkefnið til Hörgárbyggðar

Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar sl. miðvikudag var ákveðið að verða við ósk Héraðsnefndar um að Hörgárbyggð taki að sér stjórnsýslu Gásaverkefnisins. Hvergi á landinu eru til jafnmiklar minjar um verslun til forna og á Gásum. Þar hafa verið stundaðar fornmleifarannsóknir í nokkur undanfarin ár, en nú er þeim lokið, a.m.k. í bili. Fram eru komnar hugmyndir um að að byggja upp ferðamannastað á...

Fundargerð - 21. september 2006

Fimmtudaginn 21. september 2006 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til síns 2. fundar. Fundurinn var haldinn í Þelamerkurskóla. Á fundinn komu Oddur Gunnarsson, formaður, Aðalheiður Eiríksdóttir og Birna Jóhannesdóttir úr nefndinni, ásamt sveitarstjórnarfulltrúunum Árna Arnsteinssyni, Guðnýju Fjólu Árnmarsdóttur, Helga Bjarna Steinssyni og Jóhönnu Maríu Oddsdóttur. Þá v...

Fundargerð - 20. september 2006

Miðvikudaginn 20. september 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 5. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1...

Fyrstu göngum og réttum lokið

Í dag var réttað í Þverárrétt í Öxnadal og þar með lauk fyrstu göngum og réttum í Hörgárbyggð á þessu hausti. Veður í göngunum var yfirleitt mjög gott og þær gengu vel. Nokkur þoka var þó í göngum Öxndæla í gær. Á laugardaginn voru aðrar göngur í ytri hluta Hörgárdals, en annars staðar verða þar um næstu helgi. Svipmyndir úr Þverárrétt í dag má skoða með því að smella hér á myn...

Hörgdælskt Íslandsmet

Dótturdóttir Hauks Steindórssonar og Mörtu Gestsdóttur í Þríhyrningi, María Ósk Felixdóttir sem er 14 ára og keppir fyrir ÍR, setti nýtt Íslandsmet í sleggjukasti í flokki 14 ára telpna og yngri á mánudaginn var (4. sept.). Hún stórbætti sinn besta árangur, um rúma 7 metra, þegar hún kastaði 3 kg sleggjunni 36,25 metra á 5. Innanfélagsmóti ÍR í sumar sem fram fór á kastsvæðinu í Laugarda...