Fundargerð - 12. júní 2006

Mánudaginn 12. júní 2006 kl. 20:00 kom nýkjörin sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 1. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Elvari Árna Lund sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð nýkjörna sveitarstjórn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir &...

Fífilbrekkuhátíð

Í gær, laugardaginn 10. júní, var hin árlega Fífilbrekkuhátíð að Hrauni í Öxnadal.  Veðrið var með eindæmum gott, hiti álægt 20 gráðum, en sólarlítið.  Staðinn sóttu amk. 60 manns.  Flestir gestanna fóru í gönguferð upp að Hraunsvatni, sumir höfðu veiðistöng meðferðis.  Á leiðinni nutu göngugarparnir frásagna og fróðleiks ýmissa fræðimann...

Ýmislegt

Undir liðnum stjórnsýsla má finna Staðardagskrá 21 fyrir Hörgárbyggð sem samþykkt var í maí s.l.   Þar er einnig að finna ársreikninga Hörgárbyggðar vegna ársins 2005.   Þá minnum við á að "Sagaplast" safnar baggaplasti og áburðarpokum næstkomandi fimmtudag, þann 9. júní. Sjá auglýsingu hér neðar á fréttasíðunni.   HAErl....

Fífilbrekkuhátíð 2006

FRÉTTATILKYNNING   Árleg Fífilbrekkuhátíð verður haldin á Hrauni í Öxnadal laugardag 10. júní n.k. Gengið verður frá bænum á Hrauni kl. 14:00 upp Kisubrekku um Stapana að Hraunsvatni og dvalist við vatnið um hríð en haldið aftur niður með Hraunsá heim að bænum á Hrauni. Leiðsögumaður á göngunni verður dr. Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur sem segir frá landi og staðháttum.  Þórir Haral...

Úrslit kosninga í Hörgárbyggð

Í Hörgárbyggð var óbundin kosning.  Fækkað var í sveitarstjórn úr 7 í 5.  Á kjörskrá voru 287, 156 karlar og 131 kona.  181 kusu, þar af voru 4 seðlar auðir og 4 ógildir. Samhliða kosningunum til sveitarstjórnar var gerð könnun á vilja íbúa Hörgárbyggðar til sameiningar Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps.  Það voru 165 sem skiluðu áliti, 136 voru hlynntir sameiningu við ...

Fundargerð - 25. maí 2006

Miðvikudaginn 25. maí 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson. Einnig mætti Helga A. Erlingsdóttir og Ásgeir Már Hauksson starfsmaður skrifstofu. Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar...

Gásaverkefnið - frá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur

Gásaverkefnið hlýtur styrk frá Norræna menningarsjóðnum.   Norræni Menningarsjóðurinn (Nordisk Kulturfond) hefur veitt verkefninu Det gule guld och handel i medeltiden 1,3 milljónir til þróunar á Miðaldadögum á Gásum.  Verkefnið felur meðal annars í sér heimsókn og þátttöku starfsfólks frá Middelaaldercentret í Nyköbing í Danmörku og Víkingasafninu Borg á Lofoten í Noregi í Miðaldad...

Greinar eftir sveitarstjórnarfólk

Á heimasíðu Hörgárbyggðar (www.horgarbyggd.is) er að finna pistla eftir sveitarstjórnarmenn sem fjalla m.a. um það sem gert hefur verið á fráfarandi kjörtímabili og framtíðarsýn þeirra.   ...

Íbúar Hörgárbyggðar

  Íbúar Hörgárbyggðar stöndum nú sem áður saman og tryggjum að okkar blómlega sveitafélag eigi bjarta framtíð.   Laugardaginn 27.  maí  nk verður kosin ný sveitastjórn fyrir Hörgárbyggð.  Mörg og spennandi verkefni bíða hennar og hvet ég alla, sem kosningarétt hafa, til að mæta á kjörstað og neyta atkvæðisréttar síns og hafa þannig áhrif á hverjir veljast í næstu sveitastj...

Söfnun á baggaplasti / áburðarsekkjum

        Söfnunardagar verða í Hörgárbyggð fimmtudaginn 8. júní.  Varðandi frágang á áburðarsekkjum:Aðskilja þarf ytri pokann (nylon-sekkinn) frá innri pokanum (plastinu) og hafa í sitt hvoru lagi svo auðvelt sé fyrir Endurvinnsluna að aðskilja þá að söfnun lokinni....