Úrslit kosninga í Hörgárbyggð

Í Hörgárbyggð var óbundin kosning.  Fækkað var í sveitarstjórn úr 7 í 5.  Á kjörskrá voru 287, 156 karlar og 131 kona.  181 kusu, þar af voru 4 seðlar auðir og 4 ógildir.

Samhliða kosningunum til sveitarstjórnar var gerð könnun á vilja íbúa Hörgárbyggðar til sameiningar Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps.  Það voru 165 sem skiluðu áliti, 136 voru hlynntir sameiningu við Arnarneshrepp en 26 voru andvígir, 3 seðlar voru auðir

 

Úrslit voru sveitarstjórnarkosninganna voru eftirfarandi:

 

Aðalmenn

Helgi B. Steinsson, bóndi og oddviti, Syðri Bægisá, 124 atkv.

Birna Jóhannesdóttir, skattafulltrúi, Skógarhlíð 41, 73 atkv.

Árni Arnsteinsson, bóndi, Stóra-Dunhaga, 62 atkv.

Jóhanna María Oddsdóttir, bóndi, Dagverðareyri, 49 atkv.

Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, bankastarfsm., Skógarhl. 39, 41 atkv.

Varamenn:

Aðalheiður Eiríksdóttir, Skógarhlíð 37.

Guðmundur Víkingsson, Garðshorni, Þelamörk.

Klængur Stefánsson, Hlöðum.

Guðjón R. Ármannsson, Hlöðum 2.

Bernharð Arnarson, Auðbrekku.