Fífilbrekkuhátíð
11.06.2006
Í gær, laugardaginn 10. júní, var hin árlega Fífilbrekkuhátíð að Hrauni í Öxnadal. Veðrið var með eindæmum gott, hiti álægt 20 gráðum, en sólarlítið. Staðinn sóttu amk. 60 manns. Flestir gestanna fóru í gönguferð upp að Hraunsvatni, sumir höfðu veiðistöng meðferðis. Á leiðinni nutu göngugarparnir frásagna og fróðleiks ýmissa fræðimanna, um staðinn, gróðurinn, vatnið o.fl. Ferðin tók yfir 4 klst. Þegar til baka var komið var boðið upp á grillað lambakjöt með meðlæti.
Framkvæmdir að Hrauni miðar vel. Viðgerðir á íbúðarhúsinu eru langt komnar.
Það var virkilega ánægjulegt að koma þarna í gær.
HErl.