Hörgdælskt Íslandsmet
11.09.2006
Dótturdóttir Hauks Steindórssonar og Mörtu Gestsdóttur í Þríhyrningi, María Ósk Felixdóttir sem er 14 ára og keppir fyrir ÍR, setti nýtt Íslandsmet í sleggjukasti í flokki 14 ára telpna og yngri á mánudaginn var (4. sept.). Hún stórbætti sinn besta árangur, um rúma 7 metra, þegar hún kastaði 3 kg sleggjunni 36,25 metra á 5. Innanfélagsmóti ÍR í sumar sem fram fór á kastsvæðinu í Laugardal. María Ósk bætti met Sigrúnar Fjeldsted FH um 2,69 metra. Það var síðan 1998 og var 33,56 metrar. Smelltu hér á mynd af Maríu í keppni. Hún hefur greinilega fengið krafta í kögglana í sumardvölinni hjá ömmu og afa. Henni eru sendar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur.