Ljóðasund í Þelamerkurskóla

Dagur íslenskrar tungu verður mánudaginn 16. nóvember nk. Eins og venja er til halda nemendur og kennarar Þelamerkurskóla hann hátíðlegan. Í ár verður brugðið út af vananum og haldin sýning í sundlauginni. Á sýningunni verða verk nemenda sem þeir hafa unnið í yfirstandandi viku. Kveikja þeirra er störf og ævi Jónasar Hallgrímssonar. Dagur íslenskrar tungu er fæðingardagur Jónas...

Fundargerð - 10. nóvember 2009

Þriðjudaginn 10. nóvember 2009 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Skjaldarvík, deiliskipulag vegna dælustöðvar Tillaga að deiliskipulagi vegna dælustöðvar í landi Skjaldarvíkur var aug...

Ný samtök

Á fjölmennum fundi í Hlíðarbæ í gærkvöldi voru stofnuð samtök stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Norðlendinga. Tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna og bankastarfsemi sem byggir á gildum samhjálpar og félagshyggju. Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná með fundahöldum og útgáfustarfsemi til að upplýsa félagsmenn um málefni samtakanna og hvetja til samstöðu um þau mál sem s...

Endurvinnslutunnur á heimilin

Gert er ráð fyrir endurvinnslutunnum við öll heimili í endurnýjuðum samningi um sorphirðu, sem Hörgárbyggð hefur gert við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. Framundan eru miklar breytingar á meðhöndlun úrgangs á Eyjafjarðarsvæðinu, sem m.a. munu leiða til þess að kostnaður við förgun óflokkaðs úrgangs mun aukast mikið á næstu árum. Því er mikilvægt að sem allra mest af úrgangi heimila, fyrir...

Velheppnuð árshátíð

Árshátíð félaganna á Hörgársvæðinu var haldin að venju í Hlíðarbæ sl. laugardag, á fyrsta vetrardag. Eins og áður stóðu fimm félög að hátíðinni: Ferðafélagið Hörgur, Hrossaræktarfélagið Framfari, Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, Leikfélag Hörgdæla og Ungmennafélagið Smárinn. Dagskráin var vönduð og henni lauk með fjörugu balli með hljómsveitinni Upplyftingu. Á árshátíðinni var H...

Fundargerð - 21. október 2009

Miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 44. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Steinsson ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð menn velkomna. Fundarritari, Birna Jóhannesdóttir.   1. Samningur um sorph...

Haustverkin kalla í Laufási

Laugardaginn 17. október kl 13:30-16:00 verður dagskrá í Gamla bænum í Laufási, sem heitir "Haustverkin kalla". Hefur þú séð hvernig kindahausar eru sviðnir? Hefur þú fylgst með alvöru sláturgerð? Hefur þú smakkað heimagerða kæfu, slátur, kartöflurúgbrauð eða fjallagrasamjólk? Ef ekki þá er tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási á laugardaginn milli kl 13:30 og 16 til þess upplifa ga...

Lífið liggur við hjá Leikfélaginu

Hjá Leikfélagi Hörgdæla hefjast æfingar á leikritinu "Lífið liggur við" eftir Hlín Agnarsdóttur í desember. Leikstjóri verður Saga Jónsdóttir. Saga setti upp aðsóknarmestu sýningu allra áhugaleikhópa á landinu síðastliðinn vetur. Það var gamanleikritið "Stundum og stundum ekki", sem Leikfélag Hörgæla sýndi. Sýningarnar urðu alls 25 og gestir alls 2.208. Á aðalfundi Leikfélagsins sl....

Háhraðanettengingar tilbúnar

Sala á háhraðanettengingum í Hörgárbyggð og víðar á vegum fjarskiptasjóðs hófst í gær, 22. september 2009.  Uppbyggingu háhraðanetkerfis er lokið í sveitarfélaginu og við tekur sala og uppsetning tenginga til heimila og fyrirtækja, sem tilheyra 2. markaðssvæði þessa verkefnis. Verkefnið byggist á markmiði fjarskiptaáætlunar samgönguráðuneytisins um að gefa öllum landsmönnum sem þes...

Starfsdagur á Hrauni

Uppbyggingin á fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar á Hrauni í Öxnadal heldur áfram. Sl. miðvikudag, 16. september, var fjárhúshlaðan á Hrauni tæmd af gömlu heyi, sem hún var full af. Það var fyrsta skrefið í að breyta fjárhúsinu í sýningarskála. Þar mun verða föst yfirlitsýning um líf og starf Jónasar Hallgrímssonar. Á sýningunni verða m.a. öll gögn sem til urðu vegna sýninga á vegum menntamálaráð...