Lífið liggur við hjá Leikfélaginu

Hjá Leikfélagi Hörgdæla hefjast æfingar á leikritinu "Lífið liggur við" eftir Hlín Agnarsdóttur í desember. Leikstjóri verður Saga Jónsdóttir. Saga setti upp aðsóknarmestu sýningu allra áhugaleikhópa á landinu síðastliðinn vetur. Það var gamanleikritið "Stundum og stundum ekki", sem Leikfélag Hörgæla sýndi. Sýningarnar urðu alls 25 og gestir alls 2.208. Á aðalfundi Leikfélagsins sl....

Háhraðanettengingar tilbúnar

Sala á háhraðanettengingum í Hörgárbyggð og víðar á vegum fjarskiptasjóðs hófst í gær, 22. september 2009.  Uppbyggingu háhraðanetkerfis er lokið í sveitarfélaginu og við tekur sala og uppsetning tenginga til heimila og fyrirtækja, sem tilheyra 2. markaðssvæði þessa verkefnis. Verkefnið byggist á markmiði fjarskiptaáætlunar samgönguráðuneytisins um að gefa öllum landsmönnum sem þes...

Starfsdagur á Hrauni

Uppbyggingin á fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar á Hrauni í Öxnadal heldur áfram. Sl. miðvikudag, 16. september, var fjárhúshlaðan á Hrauni tæmd af gömlu heyi, sem hún var full af. Það var fyrsta skrefið í að breyta fjárhúsinu í sýningarskála. Þar mun verða föst yfirlitsýning um líf og starf Jónasar Hallgrímssonar. Á sýningunni verða m.a. öll gögn sem til urðu vegna sýninga á vegum menntamálaráð...

Fundargerð - 16. september 2009

Miðvikudaginn 16. september 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 43. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árna Arnsteinssonar, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &nbs...

Kyrrðardagur á Möðruvöllum

Kyrrðardagur verður á Möðruvöllum laugardaginn 26. sept. nk. Kyrrðardagur höfðar til þeirra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Á Möðruvöllum verður boðið upp á helgihald, samveru, kyrrð, útiveru, lestur og íhugun. Umsjón hafa sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, og sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur. Kyrrðardagurinn...

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi

Auglýst hefur verið tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026, sem felur í sér að minniháttar byggingar vegna veitumannvirkja þurfi ekki að sýna að aðalskipulaguppdrætti. Auglýsinguna má lesa hér. Þessi tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi er til komin vegna óskar um leyfi til að reisa við heimreiðina að Skjaldarvík litla dælustöð fyrir aðveituæð hit...

Göngur og réttir

Á morgun, miðvikudag, hefjast göngur í Hörgárbyggð þetta haustið. Þá munu Hörgdælingar smala fram-Hörgárdal að austan og síðan heldur smalamennskan áfram fram á sunnudag, þá lýkur 1. göngum. Heildarfjárfjöldi sem dagsverkum er jafnað niður á í sveitarfélaginu eru 5.261 kind, sem er fjölgun um 114 frá fyrra ári. Álögð dagsverk eru alls 392. Réttir eftir 1. göngur í Hörgárbyggð í haust eru...

UMSE Íslandsmeistari 11-14 ára

Um miðjan ágúst vann frjálsíþróttalið UMSE í flokki 11-14 ára það afrek að verða Íslandsmeistarar félagsliða. Þetta var á Meistaramóti Íslands 11-14 ára í frjálsum sem fram fór á Hornafirði. Þetta er mikið afrek og er í fyrsta skipti í fjöldamörg ár sem landsbyggðarlið nær þessum titli. Svo er þetta í fyrsta skipti sem UMSE nær honum. UMSE-liðið er skipað Ólafsf...

Solveig Lára fer í námsleyfi

Í nýju fréttabréfi Möðruvallaprestakalls kemur meðal annars fram að sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, mun verða í námsleyfi í desember, janúar og febrúar nk., sjá nánar fréttabréfið hér. Á meðan mun sr. Hjörtur Pálsson búa á Möðruvöllum ásamt konu sinni, Steinunni Bjarman, og þjóna prestakallinu. Næsta guðsþjónusta í prestakallinu verður fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudag ...

Allir í Laufás á sunnudaginn

Evrópski menningarminjadagurinn 2009 verður haldinn sunnudaginn 6. september. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Af því tilefni verður boðið uppá forvitnilega dagskrá í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði kl. 14 – 16. Minjavörður Fornleifaverndar Íslands á Norðurlandi eystra, Sigurður Bergsteinsson, verður með erindi í þjónustuhúsi Gamla bæjarins. Í því fjallar hann um íslenska ...