Starfsdagur á Hrauni
18.09.2009
Uppbyggingin á fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar á Hrauni í Öxnadal heldur áfram. Sl. miðvikudag, 16. september, var fjárhúshlaðan á Hrauni tæmd af gömlu heyi, sem hún var full af. Það var fyrsta skrefið í að breyta fjárhúsinu í sýningarskála. Þar mun verða föst yfirlitsýning um líf og starf Jónasar Hallgrímssonar. Á sýningunni verða m.a. öll gögn sem til urðu vegna sýninga á vegum menntamálaráðuneytisins og menningarfélagsins Hraun í Öxnadal á afmælisári Jónasar 2007. Ráðuneytið hefur afhent menningarfélaginu gögnin til varðveislu.
Á myndinni eru Valdimar Gunnarsson, menntaskólakennari, og Helgi Steinsson, bóndi og oddviti, að hlaða gömlu heyi á vagn. Alls tóku um 15 manns þátt í starfsdeginum.