Háhraðanettengingar tilbúnar
23.09.2009
Sala á háhraðanettengingum í Hörgárbyggð og víðar á vegum fjarskiptasjóðs hófst í gær, 22. september 2009. Uppbyggingu háhraðanetkerfis er lokið í sveitarfélaginu og við tekur sala og uppsetning tenginga til heimila og fyrirtækja, sem tilheyra 2. markaðssvæði þessa verkefnis.
Verkefnið byggist á markmiði fjarskiptaáætlunar samgönguráðuneytisins um að gefa öllum landsmönnum sem þess óska kost á háhraðanettengingu. Sjá nánar hér á vef fjarskiptasjóðs.