Vetur og vor í Leikhúsinu

Dagskráin í vetur og vor í Leikhúsinu á Möðruvöllum er komin út. Þar er, eins og áður, fjölbreytt úrval viðburða, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Dagskráin byrjar í kvöld með söngvöku Hjörleifs Hjartarsonar og Írisar Óskar Sigurjónsdóttur. Eftir hálfan mánuð er svo erindi sr. Hjartar Pálssonar, starfandi sóknarprests á Möðruvöllum, um ljóðalíf Davíðs Stefánssonar. Það er einmitt fastur ...

Fundargerð - 13. janúar 2010

Miðvikudaginn 13. janúar 2010 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:   1. Lónsbakki, deiliskipulag Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 10. nóvember 2009 að leggja til við sveit...

Nýársbrenna

Nýársbrenna Umf. Smárans verður haldin föstudagskvöldið 8. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk. Kveikt verður í bálkestinum kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, dans og gleði. Munið eftir flugeldum og blysum. Aðkeyrsla að brennunni frá þjóðvegi er á milli Laugalands og Grjótgarðs, bílastæði eru í krúsunum. Skyldu einhverjar furðuverur mæta á svæðið? Kaffisala nemenda Þelamer...

Íbúar Hörgárbyggðar orðnir 429

Fyrir jólin gaf Hagstofan út mannfjölda í sveitarfélögum landsins eins og hann var 1. desember sl. Þar kom m.a. fram að íbúum í Hörgárbyggð hafði fjölgað um 3,6% frá árinu á undan, þ.e. úr 415 í 429. Þessi fjölgun er með því mesta á landinu á sl. ári. Á Eyjafjarðarsvæðinu fjölgaði mest í Svalbarðsstrandarhreppi, um 4,5%, þar eru íbúar núna 414, og í Dalvíkurbyggð fjölgaði um 0,5%. Í...

Fjárhagsáætlun afgreidd

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar afgreiddi í síðustu viku fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 223,7 millj. kr., sem er tæplega 2 millj. kr. hækkun frá endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2009. Áætlað er að útsvarstekjur hækki vegna fólksfjölgunar, fasteignaskattur lækki og framlög Jöfnunarsjóðs standi í stað. Áætlað er að rekstrargjöld (a...

Fundargerð - 17. desember 2009

Fimmtudaginn 17. desember 2009, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir. Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð. Fundurinn hófst kl. 20:10.   Fyrir var tekið:   1. Fundargerð frá 3. fundi samstarfsnefndar frá 14. des. sl. Lagt fram til kynningar og umræðu.   2. Fundargerð frá HNE, 123. Fundur frá 7. des. sl. Lagt fra...

Fundargerð - 16. desember 2009

Miðvikudaginn 16. desember 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 47. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.  ...

Jólaljósadagur Þelamerkurskóla

Á hverri aðventu taka nemendur og kennarar Þelamerkurskóla sig saman og lýsa upp hlíðina ofan við skólann. Strax að morgni jólasljósadagsins, eins dagurinn er jafnan kallaður, er safnast saman utan við skólann með stormkerti og þrammað upp í skóginn ofan vegarins. Þar er kertunum raðað upp á svæðinu sem venjulega gengur undir nafninu Álfaborgin. Jólaljósadagur skólans í ár er ...

Laufabrauðsdagur í Þelamerkurskóla

Á morgun, föstudaginn 11. desember, er laufabrauðsdagur í Þelamerkurskóla. Þá skera nemendur laufabrauðið sem snætt er á litlu jólunum og þorrablóti skólans. Einnig föndra nemendur jólakort og spila saman. Nemendahópnum verður skipt í þrjá hópa sem flakka á milli stöðva. Innan hópanna er "litlir" og "stórir" paraðir saman svo þeir eldri geti miðlað reynslu sinni til þeirra sem yngri eru...

Fundargerð - 09. desember 2009

Miðvikudaginn 9. desember 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 46. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1...