Íbúar Hörgárbyggðar orðnir 429
04.01.2010
Fyrir jólin gaf Hagstofan út mannfjölda í sveitarfélögum landsins eins og hann var 1. desember sl. Þar kom m.a. fram að íbúum í Hörgárbyggð hafði fjölgað um 3,6% frá árinu á undan, þ.e. úr 415 í 429. Þessi fjölgun er með því mesta á landinu á sl. ári. Á Eyjafjarðarsvæðinu fjölgaði mest í Svalbarðsstrandarhreppi, um 4,5%, þar eru íbúar núna 414, og í Dalvíkurbyggð fjölgaði um 0,5%. Í öðrum sveitarfélögum á svæðinu fækkaði íbúum. Nánar hér á heimasíðu Hagstofunnar.