Fundargerð - 16. desember 2009
Miðvikudaginn 16. desember 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 47. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir,
Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
1. Viðræður um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar
Gerð var grein fyrir starfi samstarfsnefndar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.
2. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010, síðari umræða
Lagt fram yfirlit yfir breytingar sem gerðar voru á drögum að fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og fráveitu fyrir árið 2010, sem lagðar voru fram til fyrri umræðu 9. des. 2009.
Heildarniðurstaða fjárhagsáætlunarinnar fyrir árið 2010 er sú að skatttekjur verði 223.650 þús. kr. og heildarrekstrarkostnaður A-hluta (nettó) verði 220.789 þús. kr. Gert er ráð fyrir að rekstrarhalli B-hluta sveitarsjóðs (fráveitu) verði 2.826 þús. kr. á árinu 2010. Til framkvæmda er gert ráð fyrir 2,5 millj. kr. og er áætlað að í lok ársins 2010 verði handbært fé sveitarsjóðs 42.753 þús. kr.
Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun 2010, að teknu tilliti til áorðinna breytinga.
3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 7. desember 2009
Fundargerðin er í ellefu liðum, enginn þeirra varðar Hörgárbyggð beint.
Fundargerðin rædd og samþykkt.
4. Flokkun ehf., samningur um urðun
Lögð fram drög að samningi milli Flokkunar Eyjafjörður ehf. og Norðurár bs. um urðun úrgangs. Samningurinn gerir ráð fyrir að Norðurá bs. taki að sér að urðun óflokkaðs úrgangs frá aðildarsveitarfélögum Flokkunar ehf. til septemberloka árið 2020.
Lokaafgreiðsla samningsins mun fara fram á eigendafundi fyrirtækisins.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlögð drög og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum f.h. Hörgárbyggðar.
5. Mið-Samtún, stöðuleyfi til bráðabirgða
Tekið fyrir að nýju bréf, dags. 20. nóvember 2009, frá Brynjólfi Snorrasyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að koma upp bráðabirgðaíbúð við gömlu fjóshlöðuna í Mið-Samtúni.
Sveitarstjórn hafnar því að bráðabirgðaíbúðir eigi að viðgangast í sveitarfélaginu, heldur einungis varanlegt íbúðarhúsnæði sem fengið hefur samþykki þar til bærra stofnanna.
6. Djúpárbakki, samruni lóðar við land
Lagður fram uppdráttur sem sýnir lóð sem nýrra íbúðarhúsið á Djúpárbakka stendur á. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um að sérgreining lóðarinnar falli niður og hún renni saman við séreign eiganda í landi jarðarinnar, sbr. 15. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samruna lóðarinnar við land, sem eiganda hennar á.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:00.