Skrifstofan lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Hörgársveitar verður lokuð frá föstudeginum 12. júlí vegna sumarleyfa og opnar aftur mánudaginn 22. júlí....

Dylan-messa á sunnudagsköld

Dylanguðsþjónusta verður í Möðruvallaklausturskirkju sunnudagskvöldið 14. júlí kl. 20.30. Um er að ræða guðsþjónustu, þar sem tónlist eftir bandaríska tónlistarmanninn Bob Dylan verður leikin. Bob Dylan er frumherji á tónlistarsviðinu og hefur með tónlist sinni m.a. barist fyrir mannréttindum og miðlað trú. Fjallað verður um þennan merka listamann og ritningartextar lesnir, sem hafa t.a.m. haft áh...

Íslenski safnadagurinn á sunnudag

Íslenski safnadagurinn er næstkomandi sunnudag þann 7. júlí. Söfn um allt land taka þátt með einum eða öðrum hætti þátt í deginum. Minjasafnið á Akureyri býður uppá leiðsögn kl 14 og 15 þennan dag um sumarsýningu safnsins Norðurljós- næturbirta norðursins. Minjasafnið og Sjónlistamiðstöðin eru með frítt inn og eftirfarandi söfn í Eyjafirði eru með 2 fyrir 1 af aðgangseyri: Leikfangasýningin í Fri...

Friðarhlaupið um Hörgársveit

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Hlaupið verður um Hörgársveit á mánudaginn 1. júlí. Hlaupararnir koma frá Akureyri um kl. 11:30 ...

Fundargerð - 27. júní 2013

Fimmtudaginn 27. júní 2013 kl. 20:15 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Allir nefndarmenn mættir: Aðalsteinn H Hreinsson, Jósavin Gunnarsson, Stefán L Karlsson, Helgi B Steinsson og Guðmundur Skúlason.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1.    Tímasetning gangna haustið 2013 rædd. Ákveðið var að 1. göngur í Hörgársveit verða  frá fös...

Fundargerð - 19. júní 2013

Miðvikudaginn 19. júní2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Hlíðarbæ.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason og Jón Þór Benediktsson. Fundarritari: Hjalti Jóhannesson.   Þetta gerðist:   1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 12. júní 2013. Samkvæmt lögfræðiáliti sem sveitarfélagið fé...

Fundargerð - 12. júní 2013

Miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 16:15 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal auk Hjalta Jóhannessonar, starfandi sveitarstjóra, sem ritaði fundargerð. Þetta gerðist:   1. Aðalskipulag Hörgársve...

Fífilbrekkuhátíð að Hrauni

Sunnudaginn 16. júní verður árleg Fífilbrekkuhátíð haldin að Hrauni í Öxnadal. Hátíðin hefst með göngu frá Hrauni að Hraunsvatni og til baka. Lagt af stað kl. 9:00 frá Hrauni.  Að lokinni göngu, klukkan 14:00, hefst hátíðardagskrá sem tileinkuð er Jónasi Hallgrímssyni þar sem Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar syngur nokkur lög við ljóð Jónasar og félagar úr Leikfélagi Hörgdæla lesa úr ...

Afmæli Hörgársveitar

Afmælisdagur Hörgársveitar er 12. júní. Íbúar eru hvattir til að flagga í tilefni dagsins. Á afmælisdaginn heldur Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar tónleika í hlöðunni að Stóra-Dunhaga í samstarfi við Leikfélag Hörgdæla. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 ...

Kórtónleikar

Kór Möðruvallaklausturprestakalls heldur í samvinnu við Leikfélag Hörgdæla tónleika við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal.  Frumflutt verða þrjú ný lög eftir tónskáldin Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur, Daníel Þorsteinsson og Guðmund Óla Gunnarsson Kórstjóri er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Miðvikudaginn 12. júní kl. 20:00 í hlöðunni að Stóra...