Friðarhlaupið um Hörgársveit
Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.
Hlaupið verður um Hörgársveit á mánudaginn 1. júlí. Hlaupararnir koma frá Akureyri um kl. 11:30 að Þelamerkurskóla. Þá er meiningin að hlauparar úr Hörgársveit hlaupi með þeim inn að Jónasarlundi þar sem verður táknræn athöfn í anda friðarhlaupsins um kl. 14:00.
Þeir sem vilja hlaupa geta hringt í Ingileif eða sent henni sms í síma 897 8737 eða sent tölvupóst á netfangið ingileif@bjarkir.net Eða bara elt hlauparana uppi á mánudaginn. Því fleiri því skemmtilegra.
Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.