Tómstundaaðstaða

Í gær, á 50 ára afmælishátíð Þelamerkurskóla, var opnuð samverustaður / tómstundaaðstaða fyrir íbúa sveitarfélagsins, núverandi og brottflutta, í því rými skólans sem nefnt hefur verið "kelikompa". Þar mun fólk hittast og eiga góða stund saman, vera í handverki, spila, lesa eða bara spjalla. Þar að auki er þess vænst að starfið muni geta stuðlað að því ...

Fundargerð - 20. nóvember 2013

1. Fundargerð menningar- og tómstundanefndar 29. október 2013 Fundargerðin er í átta liðum. Í henni eru gerðar tillögur til sveitarstjórnar um gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar, um gjaldfrelsi íbúa í sundlaug og um samning við Hraun í Öxnadal ehf. Aðrir liðir fundargerðarinnar eru um menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, eldvarnaskýrslu Íþróttamiðstöðvar, fjárhagsáætlun menningarmála og æskulýðs- o...

Afmælishátíð Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli mun halda upp á 50 ára afmæli sitt 20. nóvember nk. Þann dag sem aðra daga mun skólinn iða af lífi og leik. Meginatriði dagskrárinnar eru:  Kl. 10:30-11:15 Hátíðarstund Kl. 11:15-12:15 Smiðjur Kl. 12:15-12:45 Vinaliðarnir stjórna útileikjum Kl. 13:15-15:15 Smiðjur Kl. 15:15-18:00 Skólinn opinn og leiðsögn um skólann í umsjón nemenda. Café Þeló opið frá kl. 11:15 – 18:00.&...

Þytur Þelamerkurskóla

Fréttabréf Þelamerkurskóla heitir Þytur. Það er rafrænt og sent til foreldra nemenda í gegnum Mentor. Einnig hægt að nálgast fréttabréfið á heimasíðu skólans og hér á heimasíðunni, sjá hér. Á þessu starfsári skólans verður hann 50 ára. Á sama tíma heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar upp á 25 ára afmæli sitt. Þann 20. nóvember nk. verður haldið upp á afmæli skólanna með ...

Kirkjukórinn á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju

Á hádegistónleikum Tónlistarfélags Akureyrar, sem nefnast "föstudagsfreistingar", næsta föstudag (1. nóvember) syngur Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls. Tónleikarnir byrja kl. 12 í Akureyrarkirkju. Um hálftíma síðar verður súpa til reiðu í safnaðarheimilinu. Verðið á öllu saman er 2.500 kr....

Fundargerð - 29. október 2013

Þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Halldóra Vébjörnsdóttir og Gústav G. Bollason, nefndarmenn. Auk þess voru á fundinum Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjó...

Fundargerð - 22. október 2013

Þriðjudaginn 22. október 2013 kl. 20:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Aðalheiður Eiríksdóttir, Helgi Þór Helgason, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist: &n...

Fundargerð - 16. október 2013

Miðvikudaginn 16. október 2013 kl. 14:15 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Fundargerðir heilbrigðisnefndar 5. júní 2013, 4. septem...

Jarðhitarannsóknir á Laugareyri

Út er komin skýrsla um jarðhita og berglög við Laugareyri í Hörgárdal, sem er jarðhitastaður á eyrum Hörgár um 5 km innan við Staðarbakka sem er innsti bær í byggð í dalnum. Heitt vatn kemur upp á nokkrum stöðum á eyrinni. Hiti hefur mælst hæst um og yfir 50°C á áreyrinni og er víða um og yfir 30°C í jarðvegi. Meðal niðurstaðna skýrslunnar eru: 1) Jarðlögin eru líklega um 9,5 milljón ára gö...

Leiðarþing í Hlíðarbæ

Næsta laugardag, 12. október kl. 11-16, stendur Menningarráð Eyþings fyrir Leiðarþingi í Hlíðarbæ. Markmið með Leiðarþinginu er að leiða saman fólk og hugmyndir á forsendum sköpunar. Fólk sem tengist menningarstarfi á starfssvæði Menningarráðs Eyþings hefur kallað eftir vettvangi þar sem hægt er að kynnst áhugaverðum hugmyndum og skiptast á skoðunum um menningarmál á svæðinu. Þingið er liður ...