Fundargerð - 20. nóvember 2013

1. Fundargerð menningar- og tómstundanefndar 29. október 2013

Fundargerðin er í átta liðum. Í henni eru gerðar tillögur til sveitarstjórnar um gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar, um gjaldfrelsi íbúa í sundlaug og um samning við Hraun í Öxnadal ehf. Aðrir liðir fundargerðarinnar eru um menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, eldvarnaskýrslu Íþróttamiðstöðvar, fjárhagsáætlun menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála fyrir árið 2014, tómstundaaðstöðu í Þelamerkurskóla, eignarhald á Melum og stofnun sögufélags.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu menningar- og tómstundanefndar um samning við Hraun í Öxnadal ehf. og tillögu um afgreiðslu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar með þeirri viðbót að langtímaleiga í sal verði 6.500 kr. frá og með 1. september 2014 og um að íbúar sveitarfélagsins eigi kost á árskorti í sund án endurgjalds á árinu 2014. Síðasta tillagan var samþykkt með meirihluta atkvæða.

Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar, sat fundinn undir hluta af þessum dagskrárlið.

 

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 22. október 2013

Fundargerðin er í tveimur liðum, þ.e. um deiliskipulag á Dysnesi og um deiliskipulag á Lónsbakka.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar 6. nóvember 2013

Fundargerðin er í tólf liðum, auk fjórtán umsókna um starfsleyfi. Enginn þessara liða varðar Hörgársveit með beinum hætti, nema þriðji liður sem er um endurskoðaða fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2014. Skv. henni er gert ráð fyrir að framlag sveitarfélagsins til eftirlitsins á árinu 2014 verði um 163 þús. kr. lægra en  upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti endurskoðaða fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2014.

Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættis 13. nóvember 2013

Fundargerðin er í tveimur liðum, um fjárhagsáætlun byggingarfultrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis fyrir árið 2014 og um ráðningu skipulagsfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leytitillögu að fjárhagsáætlun byggingafulltrúaembættisins fyrir árið 2014, eins og hún liggur fyrir, og að unnið verði að ráðningu sameiginlegs skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

 

5. Álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2014

Rætt um álagningarhlutfall útvars fyrir árið 2014.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útvars fyrir árið 2014 verði 14,48%.

 

6. Álagningarreglur fasteignagjalda 2014

Lögð fram drög að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2014 og drög að afsláttarreglum fasteignaskatts fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

Sveitarstjórn samþykktiað álagningarhlutfall fasteignaskatts á árinu 2014 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati. Þá samþykkti sveitarstjórnað 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði breytt þannig að holræsagjald Fráveitu Hjalteyrar verði 0,14% og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 10.000 á hverja íbúð og hvert frístundahús, að sorphirðugjald heimila verði kr. 40.000, að sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 8.000, enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, og að sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 71 kr. fyrir hverja sauðkind, 120 kr. fyrir hvert hross, 285 kr. fyrir hvert svín og 430 kr. fyrir hvern nautgrip. Framlögð drög að reglum um afslátt tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykkt af sveitarstjórn. Þær gera ráð fyrir að efstu tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði kr. 3.750.000 og fyrir samskattaða kr. 4.990.000.

 

7. Gjaldskrár leikskóla og skólamötuneytis

Rætt um breytingar á gjaldskrám leikskóla og skólamötuneytis.

Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2014 kosti hver klst. í vistun á leikskóla 3.080 kr. á mánuði, að fullt fæði í leikskóla verði á 6.800 kr. á mánuði og að mötuneytisgjald Þelamerkurskóla verði 525 kr. á dag.

 

8. Fjármál sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 23. október 2013, frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem gerð er grein fyrir fjárhagslegum viðmiðum í fjármálum sveitarfélaga og óskað eftir upplýsingum með hvaða hætti þær hagi fjármálastjórn sveitarfélagsins.

 

9. Endurbætur á húsnæði Þelamerkurskóla

Teknir fyrir að nýju fundarminnispunktar frá 19. september 2013 frá vinnuhópi um endurbætur á húsnæði Þelamerkurskóla þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur að því að láta gera útboðsgögn fyrir stækkun anddyris, uppsetningu lyftu og viðhald á A-álmu. Lagðir fram til kynningar fundarminnispunktar frá vinnuhópnum frá 18. nóvember 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að hafinn verði undirbúningur að gerð útboðsgagna fyrir stækkun anddyris, uppsetningu lyftu og viðhald á A-álmu í Þelamerkurskóla og gerð verði verðfyrirspurn meðal verkfræðistofa um verkefnið.

 

10. Hólahólar og Hóladalur, friðlýsing

Tekin fyrir að nýju drög að auglýsingu um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals, dags. 14. október 2013, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. október 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi drögum að auglýsingu um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals verði vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar.

 

11. Samningur um innheimtuþjónustu

Lögð fram drög að viðauka við samning sveitarfélagsins og Motus um innheimtuþjónustu, dags. 15. október 2013, sem gerir ráð fyrir lækkun á kostnaði sveitarfélagsins frá því sem verið hefur.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti framlagðan viðauka við samning sveitarfélagsins og Motus um innheimtuþjónustu.

 

12. Fagravík, leyfislaus gámur

Lagt fram bréf, dags. 4. nóvember 2013, frá Opus ehf., teikni- og verkfræðistofu, þar sem óskað er eftir leyfi til að unnið verði að breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina í Fögruvík, sem miði að því að unnt verði að sækja um byggingarleyfi fyrir gám sem er án leyfis í Fögruvík, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. október 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að veitt verði leyfi til að gerð verði tillaga að breytingu að á deiliskipulagi frístundabyggðar í Fögruvík.Tillagan skal liggja fyrir í síðasta lagi 15. desember 2013.

 

13. Búðagata 13, umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli

Lögð fram umsókn, dags. 7. nóvember 2013, frá um leyfi fyrir allt að 25 kvenkyns alifuglum að Búðagötu 13, Hjalteyri, sbr. samþykkt um búfjárhald.

Sveitarstjórn samþykkti að veitt verði leyfi fyrir allt að 25 kvenkyns alifuglum að Búðagötu 13, Hjalteyri.

 

14. Flokkun Eyjafjörður ehf., upplýsingar um verkefni

Lögð fram til kynningar samantekt, dags. 12. ágúst 2013, um verkefni Flokkunar Eyjafjörður ehf.

 

15. Moldhaugaháls, fyrirspurn um framkvæmdir

Lagt fram bréf, dags. 12. nóvember 2013, frá Hjörvari Kristjánssyni þar sem óskað er eftir svörum við tilteknum spurningum varðandi framkvæmdir á Moldhaugahálsi.

Sveitarstjórn samþykkti að framkomnum spurningum um framkvæmdir á Moldhaugahálsi verði svarað í samræmi við umræður á fundinum.

Sunna H. Jóhannesdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

16. Hjalteyri ehf., beiðni um viðræður um endurskoðun á skuldabréfi

Lagt fram tölvubréf, dags. 21. október 2013, frá Hjalteyri ehf., þar sem fram koma sjónarmið Hjalteyrar ehf. um endurskoðun á skuldabréfi vegna kaupa á verksmiðjubyggingunum á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að viðræður um endurskoðun á skilmálum skuldabréfs, sem Hjalteyri ehf. er greiðandi að, haldi áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 

17. Fulltrúaráð Eyþings, kosning

Lagt fram bréf, dags. 4. nóvember 2013, frá Eyþingi þar sem gerð er grein fyrir því að af hálfu Hörgársveitar þarf að kjósa einn fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings.

Sveitarstjórn samþykkti að Hanna Rósa Sveinsdóttir taki sæti í fulltrúaráði Eyþings fyrir hönd sveitarfélagsins. Til vara var Axel Grettisson tilnefndur.

 

18. Símavist, samningur

Gerð var grein fyrir tilboði frá Símanum í svonefnda „Símavist“ fyrir stofnanir sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að að gerður verði samningur um „Símavist“ á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.

 

19. Amtmannnsetrið á Möðruvöllum ses., aðalfundur

Lagt fram aðalfundarboð Amtmannssetursins á Möðruvöllum ses. Fundurinn verður 22. nóvember 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að Hanna Rósa Sveinsdóttir fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Amtmannssetursins á Möðruvöllum ses. 22. nóvember 2013.

 

20. Vaskárdalur, dómur í þjóðlendumáli

Lagt fram bréf, dags. 5. nóvember 2013, frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf., þar sem gerð er grein fyrir dómi héraðsdóms í þjóðlendumáli, sem varðar Vaskárdal. Niðurstaða dómsins er að úrskurður Óbyggðanefndar í málinu standi.

Sveitarstjórn samþykkti að leitað verði lögfræðiráðgjafar um hvort áfrýja beri dóminum.

 

21. Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 30. október 2013, frá Mannvirkjastofnun þar sem vakin er athygli á skyldum byggingarfulltrúa til að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi fyrir árið 2015 og faggildingu fyrir árið 2018.

 

22. Stígamót, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, dags. 20. október 2013, frá Stígamótum þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

 

23. Snorraverkefnið, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, dags. 4. nóvember 2013, frá Snorrasjóði þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við svonefnt Snorraverkefni á árinu 2014.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

 

24. Samverustaður, standsetning

Lagt fram bréf, dags. 8. nóvember 2013, frá Sigríði Guðmundsdóttur o.fl. þar sem óskað er eftir styrk til að standsetja „kelikompu“ í Þelamerkurskóla fyrir samverustað/tómstundaaðstöðu.

Sveitarstjórn samþykkti að styrkur að fjárhæð kr. 100.000 verði veittur til að standsetja „kelikompu“ í Þelamerkurskóla fyrir samverustað/tómstundaaðstöðu.

 

25. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 24:30.