Nökkvi fyrstur í mark

1. maí hlaup UFA fór fram í gær. Liðlega helmingur nemenda Þelamerkurskóla hljóp annað hvort 2 eða 5 km. Fyrir þá þátttöku lenti skólinn í öðru sæti í keppni fámennra skóla um hlutfallslega mætingu skólanna. Nokkrir foreldrar slógust líka í för með hlaupurum. Allir lögðu sig fram í hlaupinu og náðu góðum árangri. Nökkvi Hjörvarson var til dæmis fyrstur í mark af nemendum 1. og 2. bekkjar sem...

Byggðir Eyjafjarðar 2010 komin út

Út er komin bókin Byggðir Eyjafjarðar 2010 sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar gefur út í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins sem fagnað var í fyrra. Í bókinni er umfjöllun um allar byggðar jarðir, stök hús og gömul býli á starfssvæði BSE við Eyjafjörð, þ.e. í sveitarfélögunum Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyri og Eyjafjarðarsveit. Búnaðarsamband Eyjafjarðar gaf á sínum tíma út hliðstæð...

Samningar um Möðruvelli

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hefur gert samninga við Stóra Dunhaga ehf. og Róbert Jósavinsson í Litla Dunhaga um leigu á ræktunarlandi og fjósi á Möðruvöllum í Hörgárdal fyrir búrekstur. Áður hafði LbhÍ leigt Þórði Sigurjónssyni og fjölskyldu fjárhús, tún og beitarhólf fyrir sauðfjárrækt. Með þessum samningum hefur LbhÍ tryggt sér með hagkvæmum hætti,  áframhaldandi aðgang að góðri ranns...

Hjalti Jóhannesson gegnir starfi sveitarstjóra

Hjalti Jóhannesson hefur verið ráðinn til að gegna starfi sveitarstjóra í fjarveru Guðmundar Sigvaldasonar til 1. september. Hjalti er landfræðingur að mennt og hefur starfað sem sérfræðingur og aðstoðarforstöðumaður hjá Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri undanfarin ár. Hann starfaði áður að sveitarstjórnarmálum, m.a. á vettvangi Eyþings og Akureyrarbæjar. Hjalti er...

Fundargerð - 17. apríl 2013

Miðvikudaginn 17. apríl 2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Ársreikningur sveitarsjóðs fyrir árið 2012, fyrri umræða ...

Fundargerð - 15. apríl 2013

Mánudaginn 15. apríl 2013 kl. 13:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn voru: Guðmundur Sturluson, Helgi Þór Helgason, Jón Þór Brynjarsson og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn, svo og Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Þetta gerðist...

Fundargerð - 09. apríl 2013

Þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og ennfremur Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi, á fyrri hluta fundarins og Guðmundur ...

Fundargerð - 20. mars 2013

Miðvikudaginn 20. mars 2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.   Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   Þetta gerðist:   1. Fundargerðir heilbrigðisnefndar, 7. nóvember og 4. desembe...

Kvenfélagið styrkir búningakaup

Kvenfélag Hörgdæla hefur ákveðið að styrkja Barnakór Þelamerkurskóla um 250 000 kr. Styrkurinn verður notaður til að búa til einkennisbúninga fyrir kórinn. Eldri hópur kórsins áformar að taka þátt í Landsmóti barnakóra 19.-21. apríl n.k. og fyrir þann tíma verður sá hópur kominn með vísi að kórbúningi. Einnig áætlar allur barnakórinn að halda vortónleika þann 25. maí og þá er stefnt að því að alli...

Baldur Logi hreppti bronsið

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Valsárskóla í gær. Þar lásu upp fulltrúar frá fjórum skólum, Valsárskóla, Hrafnagilsskóla, Grenivíkurskóla og Þelamerkurskóla. Hver skóli gat sent tvo fulltrúa á lokahátíðina. Fulltrúar Grenivíkurskóla hlutu 1. og 2. sætið en Baldur Logi Jónsson frá Staðartungu þriðja sætið. Nemendur og starfsfólk Þelamerkurskóla óska honum til hamingju með áranguri...