Þytur Þelamerkurskóla
06.11.2013
Fréttabréf Þelamerkurskóla heitir Þytur. Það er rafrænt og sent til foreldra nemenda í gegnum Mentor. Einnig hægt að nálgast fréttabréfið á heimasíðu skólans og hér á heimasíðunni, sjá hér.
Á þessu starfsári skólans verður hann 50 ára. Á sama tíma heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar upp á 25 ára afmæli sitt. Þann 20. nóvember nk. verður haldið upp á afmæli skólanna með dagskrá í skólanum frá kl. 10-18. Þá geta gestir og gangandi:
- kynnt sér útiskólann,
- leikið sér undir stjórn vinaliðanna,
- hlustað á skólakórinn syngja skólasönginn undir nýju lagi,
- fengið sér hressingu á Café Þeló,
- hlustað á upplestur og tónlistaratriði
- kíkt í kennslustund og tónlistartíma,
- skoðað rafræna afmælisútgáfu Glaðnings