Fyrsta samverustundin í "kelikompu"
04.12.2013
Fyrsta Kelikompu-samverustundin í Þelamerkurskóla verður fimmtudagskvöldið 5. desember kl. 20.00.
Íbúar sveitarfélagsins búa yfir margs konar þekkingu, t.d. varðandi ýmis konar handverk, og tilvalið er að hún sé virkjuð og henni miðlað til annarra. Svo er bara upplagt að hittast, spjalla og hafa gaman, saman.
Þessi fyrsta kvöldstund er hugsuð til að fá hugmyndir um starf vetrarins, því markmiðið er að þátttakendurnir skapi starfið.
Fólk er hvatt til nota gott tækifæri til að hittast og eiga góða kvöldstund.