Miðaldadagar á Gásum um helgina

Miðaldastemming mun ríkja á Gásum helgina 19. og 20. júlí kl. 11-17. Á laugardeginum kl. 12:30 mun Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregða sér i gervi héraðshöfðingja og setja kauptíðina á Gásum að fornum sið og sönghópurinn Hymnodia syngur lög frá miðöldum. Að því loknu gefst gestum miðaldadaganna kostur á því að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda. Kaupmenn og...

Jötungíman í Þríhyrningi

Sveppurinn jötungíma birtist fyrir ofan Þríhyrning í Hörgárdal fyrir um mánuði síðan. Hann var óvenjusnemma á ferðinni í ár, en flest árin síðan 1988 hefur hann látið sjá sig þar. Þessi sveppur vex aðeins þremur öðrum stöðum á landinu svo vitað sé. Hann er stærsti sveppur á Íslandi og getur orðið yfir 60 sm í þvermál. Myndin til vinstri er tekin fyrir nokkrum dögum af einum sveppanna í Þríhyr...

Aðalskipulagstillaga auglýst

Tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar liggur nú frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og auglýst hefur verið eftir hugsanlegum athugasemdum við hana. Ekki hefur verið í gildi neitt aðalskipulag fyrir Hörgárbyggð svo að um er að ræða merkan áfanga í skipulagsmálum sveitarfélagsins. Vinna við gerð aðalskipulagsins hófst haustið 2005 og hefur hún staðið með hléum síðan. Athugasemdafres...

Fundargerð - 06. júlí 2008

Sunnudaginn 6. júlí 2008 kl. 20:30 boðaði formaður húsnefndar, Árni Arnsteinsson, til fundar í Hlíðarbæ.  Fundinn sátu eftirtaldir: Húsnefndin: Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir.  Ennfremur voru á fundinum Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Sigvaldason, Jóhannes Axelsson, Ragnheiður Sverrisdóttir, Sighvatur Stefánsson og Þorsteinn Áskelsson. Guðný Fjó...

Vegir endurbættir

Hafin er vinna við endurbyggingu á 4,5 km löngum kafla á Dagverðareyrarvegi, frá Hringvegi að Hellulandi. Verkinu lýkur með klæðningu á veginn. Því mun ljúka síðsumars. Verktaki er GV-gröfur ehf. á Akureyri. Þá styttist í að hafin verði endurbygging Hörgárdalsvegar frá Björgum að Skriðu. Samið hefur verið við Árna Helgason ehf., Ólafsfirði um fyrri áfanga verksins, sem er frá Björgum að Hólkoti. S...

Endurbætur sundlaugar hafnar

Í gær hófust framkvæmdir við umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni á Þelamörk. Samið hefur verið við verktakafyrirtækið B. Hreiðarsson ehf. um að vinna verkið. Verksamningurinn hljóðar upp á 105,6 millj. kr. Í honum felst m.a. að byggja tækjaklefa, eimbað og tvo heita potta, breyta sundlaugarkarinu, setja upp ný stýrikerfi og bæta við öryggisbúnaði. Verkinu á að vera lokið 1....

Fundargerð - 22. júní 2008

Sunnudagskvöldið 22. júní 2008 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman við ristarhliðið á Öxnadalsheiði. Mættir eru: Guðmundur Skúlason og Aðalsteinn H Hreinsson, en Stefán L Karlsson  mætti ekki þar sem hann er staddur erlendis.   Tilefnið var tölvubréf sem barst frá Ólafi Jónssyni Héraðsdýralækni Skaga- og Eyjafjarðarumdæmis, dagsett þann 21. júní 2008. Erindi bréfsins er að fara þess ...

Fundargerð - 13. júní 2008

Föstudagskvöldið 13. júní 2008 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka. Mættir eru: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson, Stefán L Karlsson og Helgi Steinsson oddviti.   Eftirfarandi bókað á fundinum:   1.      Skrifað undir fundargerð síðasta fundar.   2.      Fjallskilastjóri lagði fram afrit af bréfi...

Fundargerð - 12. júní 2008

Fimmtudaginn 12. júní 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 28. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.  ...

Fundargerð - 11. júní 2008

Fyrsti fundur sameinaðrar leikskólanefndar Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. Mættir voru: Bernharð Arnarson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, Jón Þór Brynjarsson, Jónína Garðarsdóttir, Líney Diðriksdóttir og Stella Sverrisdóttir. 1.      Fjöldi barna í haust og aukning á starfsfólki. 2.      Prósentuhlutfall leikskólastjóra...