Aðalheiður á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla eru nú tvö verk eftir myndmenntakennara skólans, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur. Verkin eru meðal þeirra verka sem voru á sýningu hennar Bið í Hafnarborg í síðasta mánuði. Allir eru velkomnir í skólann til að skoða sýninguna og að virða fyrir sér verk nemenda sem hanga uppi víða um skólann....

Sparkvöllur og ný leiktæki

Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á frágang kringum sparkvöll og ný leiktæki á skólalóð Þelamerkurskóla. Framkvæmdirnir hafa staðið yfir í frá því í júní og gjörbreyta aðstöðu til íþróttaiðkunar og hreyfingar nemenda, sbr. frétt á heimasíðu skólans, smella hér, um verkefnið Hreyfing, heilsa og hollusta. Það verkefni teygir anga sína víða í skólastarfinu en meginstarf...

Framkvæmdir í Auðbrekkufjalli

Í dag voru Þríhyrningsbændur staddir hátt í hlíðinni fyrir ofan bæinn við að leggja vatnsleiðslu úr vatnsbóli, sem þar fannst nýlega. Til þess var notuð dráttarvél Bernharðs og Þórdísar í Auðbrekku. Á myndinni til vinstri er Jóhannes Gísli Pálmason, einn Þríhyrningsbænda, og á myndunum hér fyrir neðan má sjá, ef grannt er skoðað, hvar verið er að að vinna við vatnslögnina.   &...

Fyrsta skóflustunga á Lækjarvöllum 1

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju 900 fermetra verslunar- og verkstæðishúsi Vélavers hf. á Lækjarvöllum 1, sem þar mun rísa á næstu mánuðum. Það var Pétur Guðmundarson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sem tók fyrstu skóflustunguna. Í máli Magnúsar Ingþórssonar, framkvæmdastjóra, kom fram að húsið yrði tekið í notkun næsta vor. Á myndinni sést Pétur við stjó...

Fundargerð - 17. október 2007

Miðvikudaginn 17. október 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 18. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson og Jóhanna María Oddsdóttir, ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.   1...

Ný heimasíða hjá Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli hefur fengið nýja heimasíðu. Þar eru ferskar fréttir úr skólastarfinu, fyrir utan ýmsar upplýsingar um skólann. Þar er líka tengill á þraut vikunnar sem núna er þrautaleikur Digranesskóla í Kópavogi sem heitir Kveiktu á perunni. Verðlaun eru í boði fyrir rétt lausn. Slóðin á heimasíðu skólans er www.thelamork.is...

Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga í heimsókn

Í dag heimsótti stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga Hörgárbyggð í kynnisferð hennar um Norðurland eystra. Stjórninni var gerð grein fyrir rekstri sveitarfélagsins og helstu framkvæmdum sem eru í gangi og á döfinni. Skipulagi sjóðsins hefur verið breytt á síðustu misserum. Hann er nú opinbert hlutafélag í eigu allra sveitarfélaga í landinu. Sjóðurinn veitir sveitarfélögum lán á ...

Fundargerð - 08. október 2007

Mánudaginn 8. október 2007 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri. Á fundinum var einnig Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi aðalskipulags.   Þetta gerðist:   1. Staða aðalskipulagsgerðar Skipulagsráðgjafi gerði g...

Fundargerð - 04. október 2007

Fimmtudaginn 4. október 2007 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Undirgöng undir Hringveg við Þelamerkurskóla Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dags. 6. sept. 2007, sem er svar v...

Skriðuhrútar hæstir á hrútasýningu

Á hrútasýningu á Syðri-Bægisá í gær voru skoðaðir um 30 hrútar. Stigahæstir urðu tveir hrútar frá Skriðu, Nubbur (06054) og Kólfur (06055). Síðan komu Hamar (06058) frá Lönguhlíð og Hamar (06030) frá Auðnum I. Svipmyndir frá hrútasýningunni má sjá með því að smella á "meira" hér fyrir neðan.                         &nb...