Fundargerð - 04. október 2007
Fimmtudaginn 4. október 2007 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Undirgöng undir Hringveg við Þelamerkurskóla
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dags. 6. sept. 2007, sem er svar við bréfi Þelamerkurskóla, dags. 29. ágúst 2007, um undirgöng undir Hringveginn á móts skólann. Í bréfinu kemur fram að Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur einnig óskað eftir að slík undirgögn komi.
Bréfið verður lagt fram við næstu endurskoðun vegáætlun.
Ákveðið að áfram verði þrýst á þingmenn um að fjármagni verði veitt í gerð undirganganna.
2. Skýrsla um reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins
Lögð fram skýrsla um reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra í Þelamerkurskóla, dags. 10. sept. 2007.
Í skýrslunni er farið fram á nokkrar lagfæringar í skólanum, allar minniháttar.
3. Úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 11. sept. 2007, þar sem tilkynnt um að Þelamerkurskóli hafi lent í úrtaki þeirra skóla þar sem úttekt fer fram á sjálfsmatsaðferðum skóla.
4. Gjaldtaka vegna ferðalaga
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 12. sept. 2007, þar sem fram kemur skýring á 33. gr. grunskólalaga m.s.br. um gjaldtöku af nemendum vegna ferðalaga sem flokkast undir vettvangsnám eða eru að öðru leyti hluti af skyldunámi nemenda.
5. Fjárhagsáætlun ársins 2008
Rætt um tímasetningu á undirbúningi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2008.
6. Starfsmannamál
Skólastjóri gerði grein fyrir nokkrum starfsmannamálum.
7. Aðgangur heimila að samskiptakerfi heimila og skóla
Fram kom að skólanefnd hefði rætt um mikilvægi þess að heimili nemenda hefðu aðgang að samskiptakerfi heimila og skóla. Til þess þarf öflugri tölvutengingar en nú eru víðast í sveitarfélögunum.
8. Viðhaldsmál
Leiksvæði, sparkvöllur og skólastjórabústaður skoðað.
Ákveðið að fela húsverði að hafa umsjón með endurbótum á skólastjórabústað.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 16:30