Fundargerð - 17. október 2007

Miðvikudaginn 17. október 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 18. fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson og Jóhanna María Oddsdóttir, ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

1. Samstarfssamningur um menningarmál á Norðurlandi eystra

Á fundinn kom Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, nýráðinn menningarfulltrúi Eyþings. Hún gerði grein fyrir samstarfssamningi um menningarmál á Norðurlandi eystra og verkefnastyrkjum til menningarmála 2007.

Sveitarstjórn hvetur félagasamtök og einstaklinga í sveitarfélaginu til að sækja um verkefnastyrki á grundvelli samstarfssamningsins og bendir á að allar upplýsingar um hann eru á heimasíðu Eyþings, www.eything.is.

 

2. Fundargerð aukafundar sveitarstjórnar, 3. okt. 2007

Á aukafundinum var fjallað um tilboð sem borist höfðu í jörðina Skúta. Þar kemur fram að ákveðið hafi verið að taka hæsta tilboðinu af fimm. Það var frá Þór Konráðssyni að upphæð kr. 31.600.000.

Fundargerðin rædd og var hún staðfest.

 

3. Fundargerð skólanefndar Þelamerkurskóla, 1. okt. 2007

Fundargerðin er í sex liðum. Þar kemur m.a. fram að 84 nemendur eru skráðir í skólann í vetur.

Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

4. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla, 4. okt. 2007

Fundargerðin er í átta liðum.

Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

5. Fundargerð Gásanefndar, 27. sept. 2007

Fundargerðin er í tveimur liðum. Skv. henni er gert ráð fyrir stofnun sjálfseignarstofnunar um Gásakaupstað þann 22. nóv. 2007.

Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

6. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 8. okt. 2007

Fundargerðin er í fjórum liðum. Í henni kemur fram að lokaspretturinn við gerð aðalskipulags Hörgárbyggðar er hafinn. Lögð var fram framvinduáætlun verksins, sem gerir ráð fyrir íbúafundi um skipulagstillöguna í janúar nk. og að hún verði formlega auglýst í febrúar nk.

Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

7. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis, 5. okt. 2007

Fundargerðin er í ellefu liðum, enginn þeirra varðar Hörgárbyggð.

 

8. Fundargerðir héraðsráðs, 10. og 26. sept. 2007

Báðar fundargerðirnar eru í fimm liðum. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

9. Sparisjóður Norðlendinga, samruni við Byr sparisjóð og stofnfjáraukning

Bréf, dags. 10. okt. 2007, um fyrirhugaðan samruna Sparisjóðs Norðlendinga við Byr sparisjóð og stofnfjáraukningu í tengslum við hann.

Sveitarstjórn samþykkti að skrifa sig fyrir hámarksáskrift að fyrirhugaðri aukningu á stofnfé í Sparisjóðnum.

 

10. Ráðgjafarþjónusta við leikskóla, samningur

Lögð fram drög að samningi um ráðgjöf við leikskóla milli Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar, ásamt greiningu á væntanlegri samningsupphæð, sem er um 200 þús. kr. á ári.

Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra heimild til að gera samning við Akureyrarbæ um ráðgjafaþjónustu við leikskóla skv. framlögðum samningsdrögum.

 

11. Lækjarvellir 3, fyrirspurn um lóð

Lögð fram fyrirspurn um lóðina Lækjarvelli 3.

Sveitarstjórn samþykkti lóðin verði frátekin fyrir fyrirspyrjanda fram að næsta reglulega sveitarstjórnarfundi.

 

12. Menntasmiðjan á Akureyri, þátttaka í kostnaði

Tölvubréf, dags. 7. sept. 2007, frá Menntasmiðjunni á Akureyri, þar sem óskað er eftir framlagi vegna nemanda úr sveitarfélaginu sem þar stundar á yfirstandandi önn.

Sveitarstjórn samþykkti að verða við erindi Menntasmiðjunnar.

 

13. Umsókn um styrk vegna náms

Lögð fram beiðni um styrk til náms í lýðháskóla í Danmörku.

Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu, en bendir á að Norræna félagið veitir styrki til lýðháskólanáms í Danmörku.

 

14.  Skútar, landamerki

Tölvubréf, dags. 4. okt. 2007, frá Unni Birnu Karlsdóttur, þar sem boðist er til að ganga á merki Skúta og Grjótgarðs, þar sem til standi að selja Skúta.

Sveitarstjóra var falið að vera í sambandi við bréfritara um málið.

 

15. Álfasteinn, umsókn um leikskóladvöl

Lögð fram umsókn um dvöl á Álfasteini fyrir barn utan sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að gefa kost á umbeðinni dvöl að uppfylltum skilyrðum.

 

16. Bólusetning til varnar garnaveiki, eftirlitsmenn

Bréf, dags. 10. okt. 2007, frá héraðsdýralækni þar sem gerð er grein fyrir að hluta til breyttu verklagi á árlegri bólusetningu ásetningslamba og kiða til varna garnaveiki. Breyting felst í að skipaðir verða eftirlitsmenn með framkvæmd bólusetningarinnar. Lagt fram til kynningar.

Lagt fram tilboð frá Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar ehf. í garnaveikibólusetningu á líflömbum og hundahreinsun 2007.

Sveitarstjórn samþykkti að taka tilboðinu. Sveitarsjóður greiðir komugjald og lyf fyrir garnaveikibólusetningu.

 

17. Menntamálaráðuneytið, gjald af nemendum vegna ferðalaga vegna vettvangsnáms

Bréf, dags. 21. sept. 2007, frá menntamálaráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir túlkun ráðuneytisins á heimild til gjaldtöku vegna ferðalaga sem flokkast undir vettvangsnám.

Lagt fram til kynningar.

 

18. Samband ísl. sveitarfélaga, ráðgjöf vegna Staðardagskrár 21

Bréf, dags. 25. sept. 2007, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem greint er frá nýju samkomulagi um Staðardagskrá 21 á Íslandi og aðgangi að ráðgjöf um Staðardagskrá 21.

Lagt fram til kynningar.

 

19.       Trúnaðarmál

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:50