Fréttabréf Möðruvallaklausturssóknar

Út er komið fréttabréf Möðruvallaklausturssóknar fyrir vorið 2008. Þar koma m.a. fram allir messudagar fram yfir hvítusunnu. Á hvítasunnudag verður ferming í Glæsibæjarkirkju og Möðruvallakirkju en fermt verður mánuði fyrr í Bakkakirkju, þ.e. 12. apríl. Fréttabréfið í heild má lesa með því að smella hér. ...

Sílastaðabræður gera það gott á snjóbrettum

Bræðurnir á Sílastöðum, Eiríkur og Halldór Helgasynir, eru í snjóbrettamenntaskóla í Svíþjóð. Í Kastljósi í Sjónvarpinu á föstudaginn var sagt frá frábærum árangri þeirra í alþjóðlegri keppni á snjóbrettum, sem haldin var í Osló á dögunum. Hægt er að horfa á kaflann úr þættinum, með viðtali við Eirík, með því að smella hér. Myndin til vinstri er af Eiríki....

Nýir umsjónarmenn á Melum

Um áramótin lét Þórður V. Steindórsson, Doddi í Þríhyrningi, af störfum sem húsvörður félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Hann hafði þá gegnt starfinu í um 17 ár. Hjónin í Lönguhlíð, Bragi Konráðsson og Eva María Ólafsdóttir, hafa tekið að sér að hafa umsjón með félagsheimilinu. Pantanir á húsinu, upplýsingagjöf o.þ.h. verður frá sama tíma á skrifstofu Hörgárbyggðar. Á myndinni er D...

Fjölmennt á nýársbrennu

Ungmennafélagið Smárinn hélt nýársbrennu á föstudagskvöldið norðan við Laugaland. Þar var fjöldi manns í blíðskaparveðri og horfði á gamla árið brenna út. Margir skutu flugeldum og kveiktu á blysum. Á eftir var kaffi og meðlæti í matsal skólans og svo var bingó á eftir. Nokkrar myndir frá brennunni má sjá með því að smella hér fyrir neðan (á meira).           &nb...

Fundargerð - 28. desember 2007

Föstudaginn 28. desember 2007 kl. 16:30 boðaði formaður húsnefndar, Árni Arnsteinsson, til fundar vegna áframhaldandi framkvæmda við Hlíðarbæ sem til stendur að fara í sumar.   Fundinn sátu eftirtaldir: Húsnefndin, Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir.  Auk húsnefndar sátu fundinn Sighvatur Stefánsson húsvörður Hlíðarbæjar,  Birna Jóhannesdót...

Fjárhagsáætlun 2008 afgreidd

Fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar fyrir árið 2008 liggur nú fyrir. Skv. henni eru heildarskatttekjur sveitarfélagsins ársins áætlaðar rúmlega 196 milljónir, sem yrði um 7% hækkun frá áætlaðri niðurstöðu ársins 2007. Af þessum tekjum er áætlað að alls tæplega 176 millj. kr. verði varið til rekstrarþátta sveitarfélagsins og tæplega 21 millj. kr. fari til framkvæmda. Hlutfall skatttekna til fra...

Fundargerð - 19. desember 2007

Miðvikudaginn 19. desember 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 22. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. ...

Gatnagerð í fullum gangi

Gatnagerðin við Lækjarvelli er nú í fullum gangi, eftir hafa tafist vegna minniháttar breytingar á deiliskipulagi. Skipt hefur verið um jarðveg og búið er að setja burðarlag í fyrstu 260 metrana (af rúmlega 400) og leggja fráveitulagnir í þann kafla. Vatnslögn er komin að svæðinu. Áætlað er að verklok verði í janúar 2008.  ...

Fundargerð - 12. desember 2007

Miðvikudaginn 12. desember 2007 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Hofsbót 4. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð. Á fundinum var Grétar Grímsson, tæknifræðingur hjá Verkfræðistofu Norðurlands.   Fundurinn hófst kl. 13:00.   Fyrir var tekið:   1. Áætlun um endurbætur á sundlaug Grétar...

Gásakaupstaður stofnaður

Í dag var sjálfseignarstofnunin Gásakaupstaður stofnuð. Markmið hennar er að vinna að upp-byggingu þjónustu- og sýningarsvæðis til að miðla upplýsingum um hinn forna Gásakaupstað í Eyjafirði. Þar á að vera hægt að fá heildstæða upplifun á því hvernig lífið var á Gásakaupstað á miðöldum. Þar munu jafnframt skapast ný og áhugaverð atvinnutækifæri og þar verða varðveitta...