Fundargerð - 12. desember 2007

Miðvikudaginn 12. desember 2007 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Hofsbót 4. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð. Á fundinum var Grétar Grímsson, tæknifræðingur hjá Verkfræðistofu Norðurlands.

 

Fundurinn hófst kl. 13:00.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Áætlun um endurbætur á sundlaug

Grétar Grímsson gerði grein fyrir þeim athugunum sem hann hefur gert varðandi undirbúning að endurbótum á lagnakerfi sundlaugar o.fl., sbr. ákvörðun fundar stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar 26. apríl og 15. nóvember 2007.

Á uppdrætti sem lagður var fram er sýnd hugsanleg staðsetning og stærð tækjahúss vestan við sundlaugina. Þar er gert ráð fyrir að vaðlaug, rennibraut og útiklefar verði óbreytt.

Meðal þeirra atriða sem taka þarf afstöðu til eru:

·         aðkomu arkitekts

·         einn heitur pottur eða tveir?

·         staðsetning eimbaðs, stærð þess og gerð

·         staðsetningu á starfsmannaaðgengi að tækjahúsi

·         valkostir í frágangi á sundlaugarkanti

·         breytingar á sundlaugarbotni

Lögð var fram vinnuáætlun um tilhögun framkvæmdanna. Þar er gert ráð fyrir að verkinu verði skipt í tvo áfanga. Í fyrri áfanga yrði bygging tækjahúss með tilheyrandi framkvæmdum og í síðari áfanga yrði breyting á sundlaugarsvæðinu. Áætlaður framkvæmdatími fyrir hvorn áfanga er 3-4 mánuðir.

Farið var ítarlega yfir öll þessi atriði.

Ákveðið var að gera í byrjun ráð fyrir tveimur heitum pottum og að tillögur að plan-lausnum verði unnar af VN. Önnur atriði verða ákvörðuð síðar.

Gert er ráð fyrir að drög að kostnaðaráætlun framkvæmdanna liggi fyrir í síðasta lagi í lok janúar nk.

 

2. Klórgeymsla

Rætt um núverandi fyrirkomulag á geymslu klórs fyrir sundlaugina. Ljóst er að það er ófullnægjandi, en endurbætur á klórgeymslunni munu fylgja þeim endurbótum sem fyrirhugaðar eru á árinu 2008.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30.