ENDURSKOÐUN SKÓLASTEFNU HÖRGÁRSVEITAR.
01.12.2019
Samkvæmt ákvæði í skólastefnu sveitarfélagsins skal hún endurskoðuð nú árið 2019. Fræðslunefnd Hörgársveitar hefur hafið endurskoðunina í samvinnu við skólastofnanir sveitarfélagsins auk þess sem haldinn hefur verið opinn íbúafundur þar sem sveitungar voru hvattir til að eiga samtal um stefnuna.
Fundur - Aðalskipulag Hörgársveitar 2012 - 2024 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi
27.11.2019
Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 verður haldinn í Hlíðarbæ miðvikudaginn 4. desember nk. kl. 20:00. Á fundinum munu fulltrúar sveitarstjórnar kynna skipulagstillögu á vinnslustigi í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Fundargestum gefst færi á að spyrja spurninga og koma athugasemdum er varða skipulagsbreytinguna á framfæri.
Heimavist á Þelamörk breytt í íbúðarhúsnæði?
25.11.2019
Stefnt er að því að húsnæði að Laugalandi á Þelamörk, sem áður var heimavist fyrir Þelamerkurskóla, verði breytt í hagkvæmt íbúðarhúsnæði á næstunni. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, undirrituðu í 23. nóv. s.l. viljayfirlýsingu þess efnis en yfirlýsingin felur í sér aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgársveit.
Húsnæðisáætlun Hörgársveitar 2019-2027
27.09.2019
Húsnæðisáætlun Hörgársveitar 2019-2027 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar þann 26.9.2019
Breyting á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 – auglýsing á niðurstöðu sveitarstjórnar
24.09.2019
Sjá auglýsingu og lýsingu:
Auglýsing vegna deiliskipulags fyrir vinnslusvæði hitaveitu Norðurorku við Hjalteyri
24.09.2019
Sjá auglýsingu:
Hlíðarbær – upplýsingar um nýja eigendur og rekstraraðila
28.08.2019
Undirritaður hefur verið kaupsamningur um sölu á félagsheimilinu Hlíðarbæ til Reglu musterisriddara á Akureyri, sem kaupa húsið til reksturs félagsheimilis og verður hægt að leigja húsið fyrir viðburði eins og verið hefur. Frá og með 16. september 2019 taka nýir eigendur við húsinu og er þeim sem áhuga hafa á að leigja húsið eftir þann tíma bent á að hafa samband við Ara Hallgrímsson í síma 893-3209 eða tölvupóstfangið arihall@simnet.is.