Glæsibær í Hörgársveit

Glæsibær í Hörgársveit, 3. áfangi íbúðarbyggðar – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Aðalskipulags greinargerð

Aðalskipulagsuppdráttur

Deiliskipulags greinargerð

Deiliskipulagsuppdráttur

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundum sínum 8. maí og 13. júní 2024 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu vegna 3. áfanga íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar í auglýsingu skv. 1. mgr. 31 gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í aðalskipulagsbreytingunni felst að íbúðarsvæði ÍB2 stækkar til vesturs um 6 ha inn á svæði sem í dag er skilgreint sem landbúnaðarsvæði (L) í aðalskipulagi. Deiliskipulag 3. áfanga íbúðarbyggðar er framhald af áður skipulögðum áföngum íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar þar sem gert yrði ráð fyrir íbúðarbyggð með 14 nýjum einbýlis-, par- og raðhúsalóðum.

Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla, milli 20. júní og 1. ágúst 2024, á heimasíðu Hörgársveitar, www.horgarsveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 158/2024 (aðalskipulagsbreyting) og 159/2024 (deiliskipulag). Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 1. ágúst 2024 til að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi