Sveitarstjórn, fundur nr 93
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir, Jón Þór Benediktsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir (vm).
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Breyting á samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar, síðari umræða
Fyrri umræða um tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar fór fram á fundi sveitarstjórnar 14. júní 2018.
Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að breytingu á gildandi samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.
2. Erindisbréf nefnda
Lögð fram erindisbréf allra fimm fastanefnda sveitarfélagsins og tillögur um breytingar og uppfærslur á þeim.
Sveitarstjórn samþykkti tillögu um breytingar á erindisbréfum, atvinnu- og menningarnefndar, félagsmála- og jafnréttisnefndar, fjallskilanefndar, fræðslunefndar og skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir þau svo breytt.
3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 10. júlí 2018
Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum. Þrjú atriði þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
a) Í 4.lið, Hlaðir - efnistaka, framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn samþykkti með vísan til samþykktar sveitstjórnar frá 20. mars 2013, að framlengja framkvæmdaleyfið í eitt ár til 31.12.2018.
b) Í 5.lið,Þverá Hörgársveit, stofnun lóða
Sveitarstjórn samþykkti að heimilt verði að stofna tvær lóðir að Þverá Hörgársveit samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti, þ.e. undir íbúðarhús (Þverá 2) 2157722 nr 3 0101 og sambyggð geymsla 2157722 nr. 17 stærð lóðar 1.052 fm. Frístundalóð (Þverá 3) 2157722 nr. 20 0101 fyrir sumarhús að stærð 1,46 ha. Fyrirvari verði gerður um kvaðir er varðar aðgengi og lagnarétt fyrir nýstofnaðar lóðir.
c) Í 6.lið,byggingaáform í landi Óss-landspildu D
Sveitarstjórn samþykkti að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að framkvæma grenndarkynningu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
4. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. ágúst 2018
Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum. Ellefu atriði þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
a) Í 1.lið, breytingar á aðalskipulagi vegna Glæsibæjar, land úr landbúnaðarnotum
Sveitarstjórn samþykkti að í ljósi niðurstöðu ráðunautar RML heimili hún fyrir sitt leiti að umrætt svæði verði leyst úr landbúnaðarnotum, enda liggi fyrir samþykki lögmætra forráðamanna hluta þess lands sem um ræðir. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir heimild ráðherra til lausnar úr landbúnaðarnotum að gefnum þessum skilyrðum.
b) Í 2.lið, efnistaka Spónsgerði, umsögn til Skipulagsstofnunar vegna matskyldu
Sveitarstjórn samþykkti að í ljósi nýrra upplýsinga verði ekki talin þörf á umhverfismati á framkvæmdinni. Áður en til veitingar framkvæmdaleyfis kemur skuli umsækjandi hafa gengið frá núverandi námu með að jafna mold yfir svæðið og sá í það. Einnig skuli umsækjandi leggja fram afstöðumynd í mælikvarða 1:2000 þar sem gerð er grein fyrir áfangaskiptingu svæðis, vegtengingu við þjóðveg, staðsetningu vinnubúða og fleira sem þýðingu kann að hafa vegna framkvæmdar. Einnig skuli framkvæmdaraðili leggja fram ítarlega framkvæmdaráætlun og frágangsáætlun, sbr. 7. grein reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
c) Í 5.lið, umsókn um stöðuleyfi Mið-Samtúni
Erindi þar sem óskað er eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir 10 vinnubúðaeiningum í landi Mið-Samtúns, 5 einingar á tveimur stöðum. Umsóknin var send í grenndarkynningu og bárust tvær athugasemdir.
Sveitarstjórn samþykkti svör nefndarinnar við athugasemdum í grenndarkynningu og samþykkti að heimila byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til eins árs fyrir fimm gáma staðsetta norðan við skrifstofu og móttöku sbr. uppdrátt sem fylgdi umsókn dags. 16.4.2018. Ekki verði veitt stöðuleyfi fyrir fleiri gáma en að ofan greinir.
d) Í 6.lið, Geirhildargarðar, umsögn á hvort áform um skógrækt skuli háð mati um umhverfisáhrif. Tillaga að umsögn.
Sveitarstjórn samþykkti að ekki sé talin þörf á umhverfismati og samþykkir umsögnina. Skipulagsfulltrúa falið að senda hana til Skipulagsstofnunar.
e) Í 7.lið, Fagranes, umsögn varðandi lögbýlisumsókn
Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit fallist á lögbýlisskráningu að Fagranesi fyrir sitt leyti.
f) Í 9.lið, reglur um stöðuleyfi
Sveitarstjórn samþykkti tillögu að breytingum og staðfestir þær svo breyttar. Reglurnar verði kynntar með breytingum.
g) Í 10.lið, lóðir Hjalteyri
Sveitarstjórn samykkti að lausar lóðir á Hjalteyri verði auglýstar og gefinn verði 50% afsláttur á gatnagerðargjaldi frá gildandi gjaldskrá á 10 auglýstum einbýlishúsalóðum við Brekkuhús.
h) Í 11.lið, lóðir Reynihlíð
Sveitarstjórn samþykkti að kynnt verði með auglýsingu að stefnt sé að því að lóðir í 1. áfanga Reynihlíðar verði byggingarhæfar vorið 2019.
i) Í 12.lið, lóðin Skógarhlíð 13
Sveitarstjórn samþykkti að lóðin Skógarhlíð 13 verði auglýst laus til umsóknar.
j) Í 13.lið, aðalskipulag Hörgársveitar
Sveitarstjórn samþykkt að farið verði í vinnu við lagfæringar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að leita til aðalskipulagshöfunda varðandi þá vinnu og leggja fram áætlun sem fyrst.
k) Í 14.lið, Moldhaugar, umsókn um leyfi fyrir búfjárskýli
Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu en umsækjanda bent á að afla skipulagsheimildar og byggingarleyfis samkvæmt gildandi reglugerðum.
5. Fundargerð fjallskilanefndar frá 12. júlí 2018
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð fjallskilanefndar frá 15. ágúst 2018
Fundargerðin lögð fram en eitt atriði þarfnast umfjöllunar sveitarstjórnar.
a) Í 6.lið, hrossasmölun utan afgirtra heimalanda
Sveitarstjórn samþykkti að kannað verði með að settar verði skýrari reglur um heimild til að hafa hross utan afgirtra heimalanda og reglur um smölun á ákveðnum svæðum og felur fjallskilanefnd að koma með tillögur að þeim reglum.
7. Fundargerð félags- og jafnréttisnefndar frá 17. júlí 2018
Fundargerðin lögð fram en þrjú atriði þarfnast umfjöllunar sveitarstjórnar.
a) Í 3.lið, leiguhúsnæðismál í sveitarfélaginu
Sveitarstjórn samþykkti að hugað verði að því að framboð af leiguhúsnæði í sveitarfélaginu verði aukið. Skoðað verði bæði hvort sveitarfélagið geti ýtt undir aukið framboð með beinni þátttöku eða með öðrum leiðum, svo sem samstarfi við aðra aðila.
b) Í 4.lið, jafnréttisáætlun 2018-2022
Sveitarstjórn samþykkti framlagða jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit 2018-2022 með þeim breytingum sem nefndin leggur til og staðfestir hana.
c) Í 5.lið, frístundastyrkir
Sveitarstjórn samþykkti að vísa því til gerðar fjárhagsáætlunar að fjárhæð hvers frístundastyrks verði til jafns við nágrannasveitarfélög. Jafnframt verði skoðað að börn á leikskólaaldri eigi einnig rétt á frístundastyrk.
8. Fundargerð fræðslunefndar frá 16. ágúst 2018
Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum en tvö atriði þarfnast umfjöllunar sveitarstjórnar.
a) Í 2.lið, barnafjöldi í árgöngum. Skipulag leikskóla- og grunnskólamála næstu árin.
Lögð fram gögn er varðar fjölda barna á skólaaldri í hverjum árgangi. Þar kemur m.a. fram að fjöldi barna á leikskólaaldri geti orðið allt að 44 börn á næsta ári en á grunnskólaaldri 62.
Sveitarstjórn samþykkti að strax verði hugað að því að skapa rými á Álfasteini til að hægt verði að mæta fyrirsjáanlegri þörf.
b) Í 3.lið, almenningsbókasafn
Sveitarstjórn samþykkti að kanna með samning við Akureyrarbæ varðandi hagkvæmari möguleika á aðgengi íbúa Hörgársveitar að Amtsbókasafninu á Akureyri og er sveitarstjóra falið að senda stjórn Akureyrarstofu erindi þessa vegna.
9. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 20. ágúst 2018
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð byggingarnefndar frá 1. júní 2018
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundargerð byggingarnefndar frá 29. júní 2018
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 27. júní 2018
Fundargerðin lögð fram.
13. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 5. júní 2018
Fundargerðin lögð fram.
14. Hjalteyri ehf aðalfundarboð
Aðalfundarboðið lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkti að Axel Grettisson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
15. Hraun í Öxnadal ehf aðalfundarboð
Aðalfundarboðið lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkti að Vignir Sigurðsson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
16. Jónasarlundur, erindi frá stjórn
Erindið þar sem kynnt er starf stjórnarinnar lagt fram ásamt ársreikningi 2017.
17. Hjalteyrarvegur, bréf Vegagerðar
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem kynnt eru áform um að fella nokkra vegi í Hörgársveit útaf vegaskrá, m.a. hluta Hjalteyrarvegar. Röksemdir Vegagerðarinnar lúta meðal annars að því að vegtenging sé ekki mikilvæg fyrir það athafnalíf og atvinnustarfsemi sem fer fram á Hjalteyri. Sveitarfélaginu er gefinn kostur á því að gera athugasemd við hin fyrirhuguðu áform.
Sveitarstjórn Hörgársveitar gerir alvarlegar athugasemdir við áform og röksemdir Vegagerðarinnar. Á Hjalteyri og við Hjalteyrarhöfn er umfangsmikil ferðaþjónusta og hafnsækin starfsemi sem henni tengist. Auk þess er þar menningartengd starfsemi. Athafnalíf er stöðugt og vaxandi á heilsársgrundvelli á Hjalteyri og starfsemin þar mikilvæg fyrir atvinnulíf í Hörgársveit sem og uppbyggingu í heilsársferðaþjónustu í Eyjafirði. Vinsældir staðarins sem áfangastaðar hafa ekki í langan tíma verið meiri en nú á síðustu misserum sem rekja má til uppbyggingar dugmikilla aðila á Hjalteyri og í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda Vegagerðinni mótmæli sveitarstjórnar gegn kynntum áformum og koma sjónarmiðum hennar á framfæri.
18. Norðurorka, beiðni um ábyrgð
Erindið lagt fram, en þar er beiðni um einfalda ábyrgð vegna láns Norðurorku ehf hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarfélagið Hörgársveit samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 2.600.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Hörgársveitar í Norðurorku hf. er 0,7961% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 20.699.843,-
Er lánið tekið til endurfjármögnun eldri skulda vegna fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni kt. 210260-3829 , sveitarstjóra Hörgársveitar veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
19. Eyþing, erindi v. Brú lífeyrissjóður
Erindið lagt fram en þar er óskað eftir framlagi sveitarfélaga til Eyþings vegna uppgjörs samtakanna við Brú lífeyrissjóð.
Sveitarstjórn samþykkti að greiða framlagið, en hlutur Hörgársveitar er 1,9% eða kr. 137.123,-
20. Hitaveita í Hörgársveit, samstarf með Norðurorku
Rætt um áform um hvernig auka megi aðgengi bæja í Hörgársveit að heitu vatni og samstarfssamning við Norðurorku um málið.
Sveitarstjórn samþykkti að leita samninga við Norðurorku um þátttöku sveitarfélagsins í að gera rannsóknir og áætlun á haustmánuðum um hvaða möguleikar eru til staðar til að auka aðgengi fleiri heimila í Hörgársveit að heitu vatni sem allra fyrst.
21. Lausaganga búfjár, erindi frá Valdísi Jónsdóttur
Erindið lagt fram en þar er bent á slysahættu sem stafar af lausagöngufé við og á þjóðvegi nr.818 í Kræklingahlíð.
Sveitarstjórn þakkar ábendinguna og samþykkir að skoða hvort ástæða er til breytinga á reglum um búfjárhald í sveitarfélaginu.
22. Athugasemdir við fjallskilamál
Erindi frá Adel lögmönnum f.h. Valdimars Gunnarsson er varðar athugasemd við fjallskilamál í Arnarnesdeild. Áður til umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 18. maí 2018 og hefur fjallskilanefnd m.a. fjallað um málið á fundum sínum. Lögð fram drög að svarbréfi.
Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi drög sem svar við erindinu.
23. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 20. ágúst 2018
Fundargerðin lögð fram.
24. Rekstraryfirlit 30. júní 2018
Lagt fram yfirlit yfir stöðu rekstrar 30.6.2018.
25. Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018
Lögð fram tillaga að viðauka 01 við fjárhagsáætlun 2018.
Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018, sem hefur auðkennið 01/2018, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 26.101 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 56.386 þús. kr.
26. Útboð gatnagerðar, 1. áfanga Reynihlíð
Kynning á áformum á útboði, en stefnt er að auglýsingu útboðs í fyrstu viku september og tilboðsfrestur verði til 18. september n.k.. Verkfræðistofan Verkís mun annast útboðið f.h. Hörgársveitar og veitufyrirtækja.
27. Fjárhagsáætlun 2019
Umræður um áhersluatriði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og tímasetningar fjárhagsáætlunarvinnu.
28. Samningur við Norðurorku v. Laugalands
Lögð fram samningsdrög er varðar lúkningu ýmissa atriða er varða jörðina Laugaland á Þelamörk.
Sveitarstjórn samþykkti samninginn og felur oddvita og sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
29. Eyþing, tilnefning fulltrúa á samráðsfund
Erindið lagt fram en þar er óskað eftir tilnefningu eins fulltrúa frá Hörgársveit á fyrirhugaðan samráðsfund Eyþings 7. september n.k.
Sveitarstjórn samþykkti að Axel Grettisson oddviti verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.
30. Forsætisráðuneytið, fundur um þjóðlendumál
Lagt fram bréf frá Forsætisráðuneytinu þar sem boðað er til fundar um þjóðlendumál á Akureyri 30. ágúst n.k.
Sveitarstjórn samþykkti að oddviti og formaður fjallskilanefndar sæki fundinn.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:35