Sveitarstjórn, fundur nr. 31

16.01.2013 20:00

Miðvikudaginn 16. janúar 2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fundargerð byggingarnefndar, 14. desember 2012

Fundargerðin er í sextán liðum. Tveir þeirra varða Hörgársveit, sem eru umsóknir um stöðuleyfi fyrir gáma í Eyrarvík og Kjarna.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 14. janúar 2013

Fundargerðin er í tveimum liðum, þ.e. um lýsingu á deiliskipulagsverkefni á Dysnesi og um aðalskipulag sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn staðfesti samþykktir skipulags- og umhverfisnefndar um kynningu á lýsingu á deiliskipulagsverkefni á Dysnesi og um eftirtalin atriði varðandi tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins: 1) mörk hafnarsvæðis annars vegar og iðnaðar- og athafnasvæðis hinsvegar á Dysnesi, 2) fyrirvara um legu og gerð flutningsleiða raforku um sveitarfélagið, með breytingu sem gerð var á fundinum, 3) umsögn lögformlegra umsagnaraðila, sbr.2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4) íbúafund um aðalskipulagstillöguna 6. mars 2013.

 

3. Ós, sala jarðar

Rætt um fyrirkomulag á sölu jarðarinnar Óss, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 22. júní 2011, m.a. á grundvelli uppdráttar frá Búgarði, dags. 15. janúar 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýst verði eftir tilboðum í spildur sem eru merktar A, B og C, á uppdrætti Búgarðs.

 

4. Leiga á túnum og öðrum landspildum

Rætt um fyrirkomulag á útleigu á túnum og öðrum landspildum í eigu sveitarfélagsins, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 21. nóvember 2012.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýst verði eftir tilboðum í afnot af tilteknum túnum og landspildum í eigu sveitarfélagsins á árinu 2013 á grundvelli gagna sem lögð voru fram á fundinum.

 

5. Samþykkt um stjórn og fundarsköp, síðari umræða

Fram fór síðari umræða um fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar með þeim breytingum sem gerðar voru á þeim á fundinum.

 

6. Siðareglur fulltrúa í sveitarstjórn og fastanefndum, fyrri umræða

Lögð fram tillaga að siðareglum kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og fastanefndum, sbr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa framlagðri tillögu að siðareglum kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og fastanefndum til síðari umræðu.

 

7. Landgræðsla ríkisins, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, dags. 3. janúar 2013, frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna verkefnisins „Bændur græða landið“ á árinu 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að veita Landgræðslunni styrk að fjárhæð kr. 35.000 til verkefnisins „Bændur græða landið“ á árinu 2013.

 

8. Þrastarhóll, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Þrastarhóls. Um er að ræða sömu tillögu að samþykkt var í sveitarstjórn Arnarneshrepps 25. maí 2010. Vegna formgalla við auglýsingu á gildistöku deiliskipulagsins, sbr. bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóvember 2012, þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Þrastarhóls verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

9. Syðri-Reistará, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss í landi Syðri-Reistarár. Um er að ræða sömu tillögu að samþykkt í sveitarstjórn 19. október 2011. Vegna formgalla við auglýsingu á gildistöku deiliskipulagsins, sbr. bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóvember 2012, þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss í landi Syðri-Reistarár verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

10. Gloppa, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundahús í landi Gloppu. Um er að ræða sömu tillögu að samþykkt var í sveitarstjórn 14. desember 2011. Vegna formgalla við auglýsingu á gildistöku deiliskipulagsins, sbr. bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóvember 2012, þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundahús í landi Gloppu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

11. Sílastaðir, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna ferðaþjónustuhúsa að Sílastöðum. Um er að ræða sömu tillögu að samþykkt var í sveitarstjórn 15. desember 2010. Vegna formgalla við auglýsingu á gildistöku deiliskipulagsins, sbr. bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóvember 2012, þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna ferðaþjónustuhúsa að Sílastöðum verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

12. Hjalteyri, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta af Hjalteyri. Um er að ræða sömu tillögu að samþykkt var í sveitarstjórn 18. ágúst 2010. Vegna formgalla við auglýsingu á gildistöku deiliskipulagsins, sbr. bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóvember 2012, þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta af Hjalteyri verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

13. Moldhaugar, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna fjósbyggingar á Moldhaugum. Um er að ræða sömu tillögu að samþykkt var í sveitarstjórn 22. ágúst 2012. Vegna formgalla við auglýsingu á gildistöku deiliskipulagsins, sbr. bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóvember 2012, þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna fjósbyggingar á Moldhaugum verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

14. Hraukbær, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir vélageymslu í Hraukbæ. Um er að ræða sömu tillögu að samþykkt var í sveitarstjórn 22. ágúst 2012. Vegna formgalla við auglýsingu á gildistöku deiliskipulagsins, sbr. bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóvember 2012, þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir vélageymslu í Hraukbæ verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

15. Fundargerð stjórnar Eyþings, 11. desember 2012

Fundargerðin er í níu liðum. Henni fylgdi þrjár fundargerðir nefndar um skipulag Eyþings og sóknaráætlun, þ.e. frá 6. nóvember 2012, 1. nóvember 2012 og 23. nóvember 2012. Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:45.