Sveitarstjórn, fundur nr. 30

19.12.2012 20:00

Miðvikudaginn 19. desember 2012 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18, 20. nóvember 2012

Fundargerðin er í sex liðum. Þar er gerð grein fyrir vorskoðun búfjár 2012, landsfundi búfjáreftirlitsmanna 2012, aukaeftirliti búfjár 2012 og fjárhagsáætlun 2013, en hún var ekki lögð fram þar sem skv. fyrirliggjandi frumvarpi til laga umvelferð dýra er gert ráð fyrir að kostnaður við búfjáreftirlit færist frá sveitarfélögum til búfjáreigenda.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

2. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla, 28. nóvember 2012

Fundargerðin er í fjórum liðum. Þar er gerð grein fyrir endurskoðun reglugerðar fyrir Tónlistarskóla Eyjafjarðar, fyrirhuguðum fundi með fulltrúum aðildarsveitarfélaganna, rafrænni innritun og fundi skólastjóra tónlistarskólanna í landinu.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 28. nóvember 2012

Fundargerðin er í einum lið, sem fjallar um drög að aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að leitað verði ráðgjafar lögfræðings um valkosti varðandi stefnu um flutningsleiðir rafmagns í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættis, 6. desember 2012

Fundargerðin er í fjórum liðum. Þar er gerð grein skipun formanns og ritara, fjár-hagsáætlun 2013, gjaldskrá byggingaleyfisgjalda og samþykkt fyrir bygginganefnd Eyjafjarðarsvæðis.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

5. Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis, samþykkt

Lögð fram drög að samþykkt fyrir byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis, sem nær yfir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp. Þetta mál var áður á dagskrá fundar sveitarstjórnar 16. febrúar 2011, 22. júní 2011 og 14. desember 2011, en formgallar, að mati ráðuneytis, hafa ítrekað komið fram á þeim drögum sem áður hafa verið til afgreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkti að staðfesta fyrir sitt leyti fyrirliggandi drög að samþykkt fyrir byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis.

 

6. Fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2016, síðari umræða

Fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árið 2013 var tekin til síðari umræðu. Fyrir lágu ný drög að fjárhagsáætluninni fyrir árið 2013 með breytingum á þeim drögum sem voru til fyrri umræðu, í samræmi við nýjar upplýsingar. Þá lágu fyrir sömu drög að fjárhagsáætluninni fyrir árin 2014-2016 og lágu fyrir á fundi sveitarstjórnarinnar 21. nóvember 2012.

Sveitarstjórn samþykkti að mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 500 kr. á dag frá 1. janúar 2013 og að gerður verði styrktarsamningur við Gásakaupstað ses. fyrir tímabilið frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2017 þar sem gert verði ráð fyrir framlagi upp á kr. 500.000 á ári.

Sveitarstjórn samþykkti framlögð drög að fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árin 2013-2016. Fjárhagsáætlunin fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 378.138 þús. kr., að heildarrekstrarkostnaður A-hluta (nettó) verði 349.544 þús. kr. og að rekstrarhalli B-hluta sveitarsjóðs (veitna) verði 2.850 þús. kr., þannig að afgangur af rekstri samstæðunnar verði 25.744 þús. kr. og að veltufé frá rekstri verði 49.321 þús. kr. Til framkvæmda og annarra eignabreytinga eru áætlaðar 20,9 millj. kr. og áætlað er að í lok ársins 2013 verði handbært fé sveitarsjóðs 77.121 þús. kr.

Fjárhagsáætlunin fyrir árin 2014-2016 gerir ráð fyrir að á árinu 2014 verði afgangur af rekstri samstæðunni 26.300 þús. kr., og að á árinu 2015 verði afgangur af rekstri samstæðunnar 30.900 þús. kr., og að á árinu 2016 verði afgangur af rekstri samstæðunnar 33.000 þús. kr.

 

7. Samþykkt um stjórn og fundarsköp, fyrri umræða

Lögð fram tillaga að nýrri samþykkt um stjórn sveitarfélagsins og fundarsköp sveitarstjórnar. Þau eru gerð skv. fyrimynd sem borist hefur frá innanríkisráðuneytinu, sbr. sveitarstjórnarlög nr. 138/2010.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa framlagðri tillögu að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins og fundarsköp sveitarstjórnar til síðari umræðu.

 

8. Myrká, landskipti

Lagt fram bréf, dags. 27. nóvember 2012, frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn/samþykki fyrir fyrirhuguð landskipti á Myrká, sem felast í því að 2.047 m2 spilda verði tekin undir kirkjugarð.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti þau landskipti á Myrká sem lýst er í  framlögðum gögnum.

 

9. Barká, landskipti

Lagt fram bréf, dags. 29. nóvember 2012, frá Hermanni Jónssyni þar sem óskað er eftir umsögn fyrir fyrirhuguð landskipti á Barká, sem felast í því að 23.585 m2 spilda verði tekin undan jörðinni fyrir land undir frístundahús.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti þau landskipti á Barká sem lýst er í  framlögðum gögnum.

 

10. Hraun, landskipti

Lagt fram bréf, dags. 5. desember 2012, frá Hrauni í Öxnadal ehf. þar sem óskað er eftir umsögn fyrir fyrirhuguð landskipti á Hrauni, sem felast í því að 12 ha spilda verði tekin undan jörðinni fyrir land undir frístundahús.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti þau landskipti á Hrauni sem lýst er í  framlögðum gögnum.

 

11. Dagverðareyri, landskipti

Lagt fram bréf, ódags., frá Gígju Snædal þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnarinnar á fyrirhuguðum landskiptum á Dagverðareyri. Landskiptin ganga út á að skógræktarsvæði jarðarinnar verði tekið undan henni. Svæðið er 107 ha að stærð.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti þau landskipti á Dagverðareyri sem lýst er í  framlögðum gögnum.

 

12. Skógræktarfélag Íslands, skógrækt á lúpínubreiðum

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 30. nóvember 2012, frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem óskað hvatt er til skógræktar á lúpínubreiðum.

 

13. Fundargerð stjórnar Eyþings, 21. nóvember 2012

Fundargerðin er í tólf liðum. Hún var lögð fram til kynningar.

 

14. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:10.