Sveitarstjórn, fundur nr 117

27.08.2020 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

117. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð fjallskilanefndar frá 12. ágúst 2020

Fundargerðin lögð fram. Einnig lagðar fram leiðbeiningar vegna gangna og rétta

vegna COVID-19 - hættustig almannavarna. Rætt um fyrirkomulag gangna og rétta í ljósi COVID-19  og ábyrgð sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkti að fjallskilastjóri hverrar deildar verði sóttvarnarfulltrúi í hverri skilarétt.  Fjallskilanefnd er falið fullnaðar vald til að útfæra reglur og framkvæmd sóttvarna í göngum og réttum í samræmi við útgefnar leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 - hættustig almannavarna.

2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.8.2020

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum og þurfa 15 mál afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, aðalskipulagsbreytingar

Skv. tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 30. apríl 2020 skulu þrjú skógræktarsvæði færð inn á aðalskipulag. Skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004 ber að leysa umrædd svæði úr landbúnaðarnotum samhliða skipulagsbreytingu.

Sveitarstjórn samþykkti að 48 ha svæði í landi Geirhildargarða sbr. uppdrátt af skógræktarsvæði dags. 2018-05-04 sé leyst úr landbúnaðarnotum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn samþykkti að 116,7 ha svæði í landi Engimýrar sbr. uppdrátt af skógræktarsvæði sem fylgir umsókn dags. 2017-09-26 sé leyst úr landbúnaðarnotum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn samþykkti að 36,6 ha svæði í landi Grjótgarðs sbr. uppdrátt af skógræktarsvæði sem fylgir umsókn dags. 2017-04-11 sé leyst úr landbúnaðarnotum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn samþykkti að skilyrt er að umrædd skógræktarsvæði verði girt af.

b) Í lið 2, efnistaka úr Hörgá svæði 2, umsókn um framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkti að erindið verði samþykkt enda samræmist veiting framkvæmdaleyfis samþykktu aðalskipulagi. Skilyrt er að fyrir liggi endurnýjað leyfi frá Fiskistofu. Leyfið gildi fyrir 45.000 m3 og efnistöku skal lokið og efnið farið af svæðinu fyrir 1. október 2022.

c) Í lið 3, efnistaka úr Hörgá svæði 6, umsókn um framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkt erindið enda samræmist veiting framkvæmdaleyfis samþykktu aðalskipulagi. Skilyrt er að fyrir liggi endurnýjað leyfi frá Fiskistofu.

Leyfið gildi fyrir 85.000 m3 og efnistöku skal lokið og efnið farið af svæðinu fyrir 1. október 2022.

d) Í lið 4, Steðji lóð 7 við götu C, breyting á húsagerð

Sveitarstjórn samþykkti erindið og heimilaði að víkja frá skipulagsskilmálum þannig að hús lendi að hluta utan byggingarreits, mænisstefna verði NV-SA og að þakið verði einhalla. Skipulagsnefnd telur að breytingin uppfylli skilyrði um óverulega deiliskipulagsbreytingu í 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga og að falla skuli frá grenndarkynningu skv. 3. gr. 44. gr. sömu laga.

e) Í lið 5, umsókn um lóðina Búðagata 4, Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta lóðinni Búðagata 4, Hjalteyri til Ragnheiðar Ólafsdóttur kt. 150255-4309.

f) Í lið 6, umsókn um lóðina Búðagata 2, Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta lóðinni Búðagata 2, Hjalteyri til Dagmars Þorsteinsdóttur kt. 200975-4999 og Magnúsar J. Magnússonar kt. 070273-3229.

g) Í lið 7, skógrækt í landi Hallfríðarstaða, umsókn um framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar.

h) Í lið 8, Brekkuhús 15b, breyting

Sveitarstjórn samþykkti að erindinu verði vísað í grenndarkynningu samkv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

i) Í lið 9, Norðurorka, umsókn um framkvæmdaleyfi í landi Skjaldarvíkur

Sveitarstjórn samþykkti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi.

j) Í lið 10, Ytri-Bakki, byggingareitur

Sveitarstjórn samþykkti að umbeðinn byggingareitur samkv. meðfylgjandi uppdrætti verði samþykktur.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

k) Í lið 11, Sveitarfélagið Skagafjörður, beiðni um umsögn

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að gera ekki athugasemd við vinnslutillöguna.

l) Í lið 12,  Vegagerðin, Hörgárdalsvegur umsókn um framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi, enda liggi fyrir leyfi Fiskistofu.  Áréttað er að verki loknu verði vel gengið frá efnistökusvæðum og umhverfi vegarins í samræmi við núverandi gróður á svæðinu.

Lögð er áhersla á að vegstæði reiðvegar verði formað austan nýs vegar jafnhliða framkvæmdinni eins og um hefur verið rætt.

m) Í lið 13, Skipulagsstofnun - Blöndulína 3 – beiðni um umsögn

Lögð fram umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.

Sveitarstjórn samþykkti meðfylgjandi umsögn og að hún verði send Skipulagsstofnun.

n) Í lið 14, Tréstaðir, orlofshús lóð, umsókn um heimild til að gera deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

o) Í lið 15, efnisnámur í sveitarfélaginu - framkvæmdaleyfi

Fram hefur komið að efnisflutningur úr námum, án framkvæmdaleyfa fyrir efnis-flutningum út fyrir land námanna, hefur farið fram. Slíkur efnisflutningur GBL 17 ehf úr efnisnámu í Glæsibæ var m.a. stöðvaður með atbeina lögmanns þann 21.8. sl.  

Sveitarstjórn lítur slíkt mjög alvarlegum augum og bendir á að ef til slíkra brota kemur hefur sveitarstjórn heimild til riftunar á framkvæmdaleyfi og ef efnisflutningar úr  námum er í ósamræmi við gildandi framkvæmdaleyfi er það brot á lögum og reglum. Þá samþykkti sveitarstjórn að fela sveitarstjóra í samvinnu við lögfræðing að kynna framkvæmdaleyfishöfum ofanritaða bókun.

3. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 8. og 9. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram

4. Fundargerð stjórnar SSNE frá 11. fundi.

Fundargerðin lögð fram

5. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 13.7.2020

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. frá 885. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskatta

Erindið lagt fram en þar er hvatt til þess að álagningarhlutföll fasteignaskatts verði lækkuð að lágmarki þeirri krónutölu sem nemi hækkun á fasteignamati milli ára.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

8. Kvennaathvarfið, styrkbeiðni

Erindið lagt fram en þar er óskað aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Kvennaathvarfs á Akureyri.

Sveitarstjórn samþykkti erindið og mun hlutur Hörgársveitar verða kr. 51.000,-

9. Símsendir í Hörgárdal

Erindi frá Baldri Pálssyni lagt fram en þar er lýst yfir áhyggjum yfir lélegu símasambandi í Hörgárdal og bent á mögulegar leiðir til úrbóta.

10. Saga Dags, styrkbeiðni

Erindið lagt fram en þar er óskað eftir fjárstyrk vegna fyrirhugaðrar útgáfu á sögu dagblaðsins Dags.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

11. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað með veitingum

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað með veitingum en þó ekki áfengisveitingum að Hótel Hjalteyri í Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

12. Húsnæði heimavistar, kostnaðarmat

Lagt fram kostnaðarmat frá Verkís ásamt frumáætlun frá Tark arkitektum.

Sveitarstjórn samþykkti að áfram verði unnið að því að koma húsnæði heimavistar í notkun fyrir leiguíbúðir í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

13. Lækjarvellir, lóðarmál

Rætt um innköllun lóðarinnar nr. 1 við Lækjarvelli og lagður fram tölvupóstur lögmanns sveitarfélagsins til lóðarhafa varðandi það mál. 

Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra, í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins, að neyta þeirra úrræða sem tæk eru til að lóðin nr. 1 við Lækjarvelli komi aftur í yfirráð sveitarfélagsins sem fyrst.

14. Göngu- og hjólastígur

Lagt fram yfirlit frá Verkís með tölum um frum kostnaðarmat.

Sveitarstjórn samþykkti að vinna áfram að málinu.

15. Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020

Lagt fram rekstraryfirlit dags. 30.6.2020 þar sem m.a. kemur fram að afkoma fyrstu sex mánuði ársins 2020 er 16,4 milljónum lakari en áætlað var.

Lögð fram tillaga að viðauka 03 við fjárhagsáætlun 2020.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020, sem hefur auðkennið 03/2020, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 398 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 51.295 þús.kr.

16. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 20:00