Sveitarstjórn, fundur nr 111
Sveitarstjórn Hörgársveitar
111. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Eydís Eyþórsdóttir (vm).
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1.Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 17.02.2020
Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum og þarfnast einn liður afgreiðslu sveitarstjórnar.
a) í 1. lið: Sveitarstjórn samþykkti jafnlaunastefnu Hörgársveitar og mun hún verða kynnt almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.02.2020
Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum og þarfnast átta liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.
a) í 1. lið,aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu samkv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) í 2. lið,Glæsibær, aðalskipulagsbreyting og tillaga að deiliskipulagi
Sveitarstjórn samþykkti að tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Glæsibæjar, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og umhverfisnefndar, verði auglýst samkv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auk þess samþykkti sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi vegna Glæsibæjar, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og umhverfisnefndar, verði auglýst samkvæmt 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
c) í 3. lið,Hjalteyri, deiliskipulagstillaga á vinnslusvæði Norðurorku
Sveitarstjórn samþykkti að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
d) í 4. lið, Gásir, skipulagslýsing deiliskipulags
Sveitarstjórn samþykkti að skipulagslýsingin verði kynnt samkv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda verði upplýsingum um stærð bygginga og staðsetningu bætt við lýsinguna fyrir kynningu.
e) í 5. lið, Lækjarvellir, deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn samþykkti að lóðinni Lækjarvöllum 2 verði skipt í 3 lóðir skv. tillögu sem fyrir fundinum liggur, enda liggi fyrir samþykki landeiganda. Breytingin telst óveruleg í skilningi 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur einsýnt að breytingin varði ekki hagsmuni annara lóðhafa að neinu leyti og því er fallið frá grenndarkynningu.
f) í 6. lið,Reynihlíð 15, deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmd verði deiliskipulagsbreyting þannig að heimilt verði að byggja 6 íbúða raðhús í stað 5 eins og nú er og að fallið verði frá kvöð um að bílgeymsla skuli vera við hverja íbúð. Sveitarstjórn leggur á það áherslu að vandað verði til lóðarhönnunar og að gera skuli ráð fyrir einu bílastæði framan við hverja íbúð en afgangurinn af vesturlóð skuli skipulögð sem útivistar- og dvalarsvæði íbúa hússins. Auk þess skuli fjórum bílastæðum til viðbótar til sameiginlegra nota íbúa Reynihlíðar 15 bætt við í suðurenda lóðarinnar.
Umrædd breyting tekur einungis til Reynihlíðar 15 og telur sveitarstjórn að breytingin teljist óveruleg í skilningi 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin skal grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga og er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. sömu lagagreinar. Erindið telst samþykkt ef engin andmæli berast á grenndarkynningartímabili.
g) í 7. lið, Skógarhlíð 13, umsóknir um lóð
Tvær umsóknir bárust. Frá Árna Gunnlaugssyni annarsvegar og Jónasi M Ragnarssyni og Aðalheiði Eiríksdóttur hinsvegar. Samkvæmt reglum Hörgársveitar um lóðaveitingar gr. 3.1.2. boðaði skipulags- og umhverfisnefnd því til fundar 26.02.2020 þar sem dregið var um hver hlyti lóðina og var niðurstaða þess fundar lögð fram.
Í samræmi við þá niðurstöðu sem þar kom fram samþykkti sveitarstjórn að úthluta Jónasi M Ragnarssyni og Aðalheiði Eiríksdóttur lóðina Skógarhlíð 13, Hörgársveit.
h) í 10. lið, Laugaland, deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti að vegna fyrirhugaðra breytinga á heimavistarálmu við Þelamerkurskóla verði unnin deiliskipulagstillaga fyrir Laugaland á Þelamörk ef auðsýnt er að fyrirhugaðar breytingar kalli eftir deiliskipulagi á svæðinu.
3. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 11.02.2020
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 12.02. og 21.02. 2020
Fundargerðirnar lagðar fram.
5. Fundargerðir stjórnar MN frá 22.01. og 05.02. 2020
Fundargerðirnar lagðar fram.
6. Húsnæðisáætlun Hörgársveitar
Lögð fram tillaga uppfærðri húsnæðisáætlun Hörgársveitar ásamt bréfi frá HMS um málið.
Sveitarstjórn samþykkti uppfærða húsnæðisáætlun Hörgársveitar 2020-2028 dags. 27.02.2020.
7. Húsnæði heimavistar, frumdrög að breytingum
Drögin sem eru frá Tark arkitektum lögð fram og yfirfarin.
Sveitarstjórn samþykkti að láta gera kostnaðaráætlun fyrir verkið á grundvelli frumdraganna sem lögð verði fyrir sveitarstjórn.
8. Erindi frá SSNE vegna aukaframlags
Erindið lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkti beiðnina um aukaframlag kr. 229.451.- á árinu 2020 og verður útgjöldunum mætt með því að lækka eigið fé.
9. Umsögn vegna styrkumsóknar vegna vatnsveitu fyrir lögbýli
Erindið lagt fram ásamt fylgigögnum.
Sveitarstjórn Hörgársveitar telur hagkvæmara að leggja sér vatnsveitu að Hofi
(sem nýtist fyrir Hof, Litlu-Brekku, Hofteig, Ásláksstaði og Ós) heldur en að starfrækja þar vatnsveitu á vegum sveitarfélagsins.
10. Erindi vegna fasteignagjalda
Lagt fram erindi frá Skúla Þór Bragasyni þar sem hann óskar eftir stuðningi vegna byggingar landnámshúss í landi Moldhauga.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.
11. Fundargerð almannavarnarnefndar og samkomulag vegna sameiningar almannavarnarnefnda
Fundargerðin og samkomulagið lögð fram.
Sveitarstjórn samþykkti samkomulagið fyrir sitt leyti.
12. UMSE, innsend drög að samningi
Lögð fram drög að samstarfssamningi sem UMSE sendi Hörgársveit.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.
13. Fundadagar 2020
Lagður fram listi með fundardögum sveitarstjórnar 2020.
14. Trúnaðarmál
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:15