Sveitarstjórn fundur nr. 161

08.02.2024 08:45

Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 08:45 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 6.2.2024
Fundargerðin er í 8 liðum og þarfnast 6 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, Glæsibær, Hagabyggð – deiliskipulag áfangi III (2301004)
Lögð fram deiliskipulagstillaga á vinnslustigi, dags. 1.2.2024, vegna 3. áfanga Hagabyggðar úr landi Glæsibæjar. Stefnt er að opnum kynningarfundi síðar í febrúar.
Sveitarstjórn samþykkt að aðal- og deiliskipulagstillögu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

b) Í lið 2, Lónsbakkahverfi – stígahönnun (2401007)
Lögð fram tillaga á vinnslustigi að hönnun göngu- og hjólastígs við Þjóðveg 1 í Lónsbakka-hverfi.
Sveitarstjórn samþykkt að legu göngu- og hjólastígs við undirgöng undir þjóðveg 1 við Lónsbakka verði breytt í samræmi við hugmyndir sem kynntar voru á fundinum.

c) Í lið 3, Neðri-Rauðilækur land – byggingarreitir fyrir tvö frístundahús (2311013)
Framhald umræðna um fyrirhugaða byggingu tveggja frístundahúsa í landi Neðri-Rauðalækjar.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við framkvæmdina. Ef ekki berast andmæli á grennarkynningartímabilinu teljast áformin samþykkt.

d) Í lið 4, Skriða – umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku og landmótunar (2401005)
Lögð fram umsókn frá Skriðuhestum ehf. um framkvæmdaleyfi til efnistöku og landmótunar í landi Skriðu (L152409).
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til frekari vinnslu við útgáfu framkvæmdaleyfa vegna efnistöku við Hörgá.

e) Í lið 5, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Naust – umsagnarbeiðni (2401006)
Lagt fram erindi frá Akureyrarbæ þar sem kynnt er lýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna breytinga á svæði við Naust. Óskað er umsagnar Hörgársveitar um lýsinguna og er umsagnarfrestur til 13. febrúar 2024.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna, enda kemur hún væntanlega til umræðu í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar.

f) Í lið 6, Lónsbakkahverfi – aðal- og deiliskipulagsbreyting (2312004)
Umræður um framhald skipulagsmála í Lónsbakkahverfi.
Sveitarstjórn samþykkti að skipulagshönnuði verði falið að vinna breytingarblað deiliskipulags vegna ofangreindra framkvæmda og að á blaðinu skuli einnig gerð grein fyrir legu göngu- og hjólastígs sbr. 2. dagskrárlið.
Sveitarstjórn samþykkti að svo breyttri aðal- og deiliskipulagstilögu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 29.1.2024
Fundargerðin er í 5 liðum og þarfnast 2 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 2, erindi frá foreldrafélagi Þelamerkurskóla
Foreldrafélag Þelamerkurskóla óskar eftir styrk kr. 300.000 til að fara með nemendur á menningarviðburði.
Sveitarstjórn samþykkti að veittur verði styrkur kr. 300.000 til að fara með nemendur skólans á menningarviðburði.

b) Í lið 4, vinnuskólinn
Umræða um breyttan vinnutíma í framhaldi af erindi ungmennaráðs.
Sveitarstjórn samþykkti að auka vinnutíma nemenda í 10. bekk um 40 klst. Vinnutími helst óbreyttur í 4 klst. á dag en lengd starfstímabils verði 8 vikur í stað 6.

3. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 294. fundi
Fundargerðin lögð fram.

4. Húsnæðisáætlun Hörgársveitar 2024
Lögð fram tillaga að húsnæðisáætlun til umræðu og afgreiðslu, en tillagan hefur verið yfirfarin af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Sveitarstjórn samþykkti húsnæðisáætlunina eins og hún liggur fyrir.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:40