Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 103
Þriðjudaginn 11. júní 2024 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir, Bjarki Brynjólfsson og Jóhanna María Oddsdóttir (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
- Undraland – byggingarleyfisumsókn (2403018)
Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar á fundi sínum 7. maí sl. að leggja til við húsbyggjanda að hliðra staðsetningu fyrirhugaðs húss á lóðinni Undralandi. Fyrir liggur andsvar húsbyggjanda við ákvörðuninni.
Í andsvari kemur fram að ekki sé hægt að verða við tillögu nefndarinnar um samþykki fyrir hliðrun á húsinu og eftir atvikum lóðarmörkum til austurs.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að byggingarreitur haldist óbreyttur miðað við upphaflega umsókn húsabyggjanda.
Bjarki Brynjólfsson vék af fundi undir þessum lið.
- Blómsturvellir – beiðni um viðbótar efnislosun (2402005)
Erindi sem frestað var á seinasta fundi þar sem málshefjanda var gefinn kostur á að koma með úrræði til úrbóta vegna athugasemda sem fram komu í grenndarkynningu á viðbótar-efnislosun á Blómsturvöllum. Fyrir liggja tillögur að úrbótum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt um efnislosun á 10.000 m3 með þeim skilyrðum sem fyrir liggja að úrbótum og að ekki verði heimild fyrir frekara magni.
- Aðalskipulag Skagafjarðar endurskoðun – umsagnarbeiðni (2405003)
Skagafjörður óskar umsagnar Hörgársveitar vegna kynningar skipulags- og matslýsingar fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Skagafjarðar skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingi er unnin af VSÓ ráðgjöf, dags apríl 2024 og er umsagnarfrestur til 13. júní næstkomandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 er kveðið á um að nýjar rafmagnslínur í sveitarfélaginu skuli lagðar í jörð og að það ákvæði í skipulagslýsingu Skagafjarðar um að Blöndulína 3 verði annað hvort loftlína eða jarðstrengur samræmist því ekki fyllilega skipulagslýsingu aðlægs sveitarfélags. Ekki verði gerðar aðrar athugasemdir við lýsinguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að koma umsögn í samræmi við ofangreint á framfæri.
- Hringtorg á gatnamótum Hringvegar og Lónsvegar – umsókn um framkvæmdaleyfi (2405005)
Fyrir fundinum liggur erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna hringtorgs við gatnamót Norðurlandsvegar (Þjóðvegar 1) við Lónsveg. Erindinu fylgja yfirlitsmyndir dags. 22. apríl 2024, ræsateikningar dags. 5. apríl 2024 og þversniðs- og deiliteikningar dags. 15. maí 2024.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt,
enda verði það tryggt að framkvæmdin verði unnin á sem skemmstum tíma og mögulegt er, aðgengi íbúa verði tryggt á framkvæmdatíma. Ásamt því að umferðaröryggi verði í forgangi og tryggt að umferðahraði verði tekinn niður.
- Glæsibær, Hagabyggð – aðal- og deiliskipulag 3. áfanga (2301004)
Fyrir fundinum liggur afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 30. maí 2024 vegna yfirferðar skipulagstillögu fyrir 3. áfanga Hagabyggðar í landi Glæsibæjar fyrir auglýsingu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í bréfinu koma fram fimm athugasemdir sem varða aðalskipulagstillöguna og fjallar nefndin um þær í þeirri röð sem á eftir fer:
- athugasemd: Samræmi skipulagstillögu við svæðisskipulag varðandi varðveislu landbúnaðarlands.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin bendir á að svæðið sem um ræðir hafi við gildistöku Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024 verið skilgreint sem skógræktarsvæði og hafi því verið leyst úr landbúnaðarnotum við gildistöku þess skipulags.
athugasemdi: Úrlausn úr landbúnaðarnotkum skv. jarðalögum.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin vísar til afgreiðslu á 1. athugasemd.
3. athugasemd: Samræmi við nýja landsskipulagsstefnu m.t.t. áherslu um loftslagsáhrif.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin bendir á að svæðið sem um ræðir sé í u.þ.b. 7 til 10 km akstursfjarlægð frá meginkjarna atvinnu og þjónustu í landshlutanum. Ferðaþörf íbúa á svæðinu teljist því vera hófleg og muni auk þess fara minnkandi með tímanum í takt við uppbyggingu til norðurs frá Akureyri í samræmi við stefnu svæðisskipulags. Nefndin telur að með því að stækka skipulagssvæðið sé verið að koma til móts við nýja landsskipulagstefnu um loftlagsáhrif svo sem með sameiginlegum veitum og stofnlögnum.
4. athugasemd: Þéttbýlisskilgreining.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin áréttar að íbúðarsvæði ÍB2 er ekki skilgreint sem þéttbýli í skipulagstillögunni sem um ræðir sbr. 2. málslið 28. töluliðar 2. gr. skipulagslaga. - athugasemd: Deiliskipulagsgerð.
Um er að ræða aðalskipulagstillögu en ekki deiliskipulag og á athugasemdin því ekki við í þessu tilfelli. Í deiliskipulagi verði hinsvegar leitað mótvægisaðgerða til að mæta þeim athugasemdum sem um er rætt.
6. athugasemd: Samræmi breytingarblaðs við gildandi skipulagsuppdrátt.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingarblað aðalskipulags verði leiðrétt í samræmi við athugasemdina.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagstillagan verði uppfærð í samræmi við afgreiðslu á 6. athugasemd og að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jóhanna María Oddsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis, samkvæmt áliti lögfræðings sveitarfélagsins, þar sem hún er aðili máls eftir að hafa sent inn athugasemdir við málið á fyrri stigum. Jóhanna vildi koma á framfæri að hún teldi sig ekki vanhæfa í málinu í heild vegna persónulegra þátta eða almenns vanhæfis.
- Lón – fjarskiptamastur Íslandsturna á þaki viðbyggingar (2405000)
Íslandsturnar hf. sækja um byggingarleyfi vegna uppsetningar fjarskiptamasturs á viðbyggingu sláturhúss B. Jensen, Lóni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimila staðsetningu fjarskiptamasturs á viðbyggingu sláturhúss B.Jensen, Lóni og vísar umsókninni til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
- Skriða – umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku (2403023)
Erindi sem frestað var á seinasta fundi: landeigandi Skriðu, Skriðuhestar ehf., óska eftir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar á þann hátt að skilgreint verði efnistökusvæði í landi Skriðu á landi sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í núgildandi aðalskipulagi, samanber meðfylgjandi afstöðumynd og framkvæmdalýsingu, dags. 22.03.2024.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði veitt heimild fyrir nýrri efnistöku fyrr en skýrsla um úttekt á efnistöku í Hörgársveit í tengslum við endurskoðun aðalskipulags liggur fyrir.
- Gáseyri – umsókn um framkvæmdaleyfi til sandtöku (2401001) Framkvæmdaleyfisumsókn ásamt fylgigögnum frá Gáseyrin ehf. vegna efnistöku að Gáseyri (L152495) við ósa Hörgár, norðan við bæinn Gásir og sunnan landamerkja Skipalóns. Sótt er um leyfi til að taka allt að 50.000 rúmmetra af sandi á þremur árum úr sandnámu á staðnum og er ætlunin að nota efnið við framkvæmdir vegna Dalvíkurlínu 2, Móahverfis á Akureyri o.fl. framkvæmda
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði veitt heimild fyrir nýrri efnistöku fyrr en skýrsla um úttekt á efnistöku í Hörgársveit í tengslum við endurskoðun aðalskipulags liggur fyrir.
- Bugur – umsókn um breytta skráningu lóðar (2405001)
Fyrir nefndinni liggur erindi Sigmundar Guðmundssonar, lögmanns, fyrir hönd umbjóðanda síns, þar sem óskað er eftir því að „breytt verði skráningu eignarinnar Bugur í Hörgársveit þannig að hús verði skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá“. Erindinu fylgdu gögn, þar með talið afnotasamningur fyrir spilduna sem hefur landnúmerið 152399.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
- Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 (2308005) Erindi sem frestað var á seinasta fundi nefndarinnar. Lögð fram aðalskipulagslýsing unnin af Landmótun í apríl 2024 vegna undirbúnings Landsnets við lagningu Blöndulínu 3. Jafnframt fylgir yfirlit yfir þær jarðir á línuleið Blöndulínu 3 þar sem landeigendur hafa staðfest við Landsnet að þeir séu sáttir við línuleiðina.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bjarki Brynjólfsson og Ásrún Árnadóttir véku af fundi undir þessum lið.
- Hagabrekka 5 – umsókn um breytingu á deiliskipulagi (2406003)
Steinmar H. Rögnvaldsson sækir fyrir hönd Böggs ehf. um breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar. Breytingin tekur til lóðarinnar Hagabrekku 5 (L231692) en sótt er um að fá að byggja 25 fermetra stakstætt gufubað/saunu sunnan við núverandi íbúðarhús, samanber meðfylgjandi aðaluppdrætti. Byggingin nær út fyrir byggingarreit á deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir deiliskipulagsuppdrætti þar sem byggingarreitur fyrir staksætt hús verði sýndur. Erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við framkvæmdina. Ef ekki berast andmæli á grennarkynningartímabilinu teljist áformin samþykkt.
- Syðri-Reistará – skráning lóðar (2405002)
Eigandi jarðarinnar Syðri-Reistarár (L152345) sækir um stofnun íbúðarhúsalóðar úr jörðinni sem fengið staðfangið Syðri-Reistará 3. Meðfylgjandi er merkjalýsing unnin af Margréti M. Róbertsdóttur hjá EFLU dags. 06.06.2024. Jafnframt er sótt um byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti jafnrframt að leggja til við sveitarstjórn að umsókninni um byggingarreit fyrir einbýlishús á lóðinni Reistará 3 verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við framkvæmdina. Ef ekki berast andmæli á grennarkynningartímabilinu teljist áformin samþykkt.
- Umhverfisverðlaun 2024
Umræður og afgreiðsla.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:45