Fjallskilanefnd fundur nr.37
Fjallskilanefnd Hörgársveitar 37. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 20.júní 2024 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Arnar Ingi Tryggvason formaður, Jónas Þór Jónasson varaformaður, Davíð Jónsson, Egill Már Þórsson og Hákon Þór Tómasson (vm) nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Framkvæmd gangna 2023
Farið yfir framkvæmd gangna 2023. Fundað verður með Árskógsstrendingum.
- Tímasetning gangna 2024
Fjallskilanefnd ræddi um tímasetningu gangna haustið 2024 og fyrirkomulag fjallskila.
Fjallskilanefnd samþykkti að fyrstu göngur haustið 2024 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 11. september til sunnudagsins 15. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega. Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð og Skagafirði verði kynntar þessar tímasetningar.
- Eftirleitir
Rætt um hvort að nýju eigi að leggja á gangnadagsverk í eftirleitum.
- Réttir
Umræður um réttarmál í Glæsibæjardeild og viðhald annarra rétta.
- Önnur mál er varða fjallskil og gangnamál
Rætt var um hugmyndir um notkun dróna við smölun.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:00