Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 53
Miðvikudaginn 21. janúar 2004 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 48. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur. Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
1. Fundargerðir.
a. Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra nr. 757, 767, 772, 776 og 779.
Lagðar fram til kynningar.
b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Norðurl.ey. 64. fundur frá 8. des. 2003. Lögð fram til kynningar. Tvær vatnsveitur í Hörgárbyggð hafa fengið starfsleyfi, í Skriðu og á Dagverðareyri.
c. Fundargerð stjórnar Eyþings, 147. fundur frá 19. des. 2003.
Lögð fram til kynningar.
d. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðar, 20. fundur frá 16. des. 2003 og jólafundur sem haldinn var sama dag. Lagðar fram til kynningar.
e. Fundargerðir stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands, 89. fundur frá 8. des. 2003 og 90. fundur 12. jan. 2004, lagðar fram til kynningar.
f. Fundargerð framkvæmdanefndar frá 20. jan. 2004.
Sigurbjörg gerir athugasemd við 1. lið fundargerðarinnar. 5 liður er samþykktur þar sem tölvukaupin rúmast innan fjárhagsáætlunar. Fundargerðin afgreidd að öðru leyti.
g. Fundargerð húsnefndar frá 19. jan. 2004.
Lögð var fram teikning af frumdrögum um breytingar á anddyri Hlíðarbæjar. Málinu frestað að sinni.
2. Leikskólamál.
Svar hefur borist frá sveitarstjórn Arnarneshrepps vegna bréfs sveitarstjórnar Hörgárbyggðar dags. 12. des. 2003, þar sem farið var fram á hækkun á framlagi Arnarneshrepps í kr. 6.875 pr. klst. með hverju barni í Leikskólann á Álfasteini.
Sveitarstjórn Arnarneshrepps samþykkir hækkun í kr. 5.625 pr. klst. og verði þá ekki um frekari hækkanir að ræða á framlaginu næstu tvö árin, fyrir utan verðtryggingu.
Sveitarstjórn Hörgárbyggðar fellst á að mótframlag Arnarneshrepps verði kr. 5.625 pr. klst. árið 2004 og samningurinn verði vísitölutryggður. Ákveðið að gjaldið verði endurskoðað frá og með 1. janúar 2005. Sveitarstjóra falið að ganga frá skriflegu samkomulagi við sveitarstjórn Arnarneshrepps á þeim grundvelli.
3. Þelamerkurskóli - bréf frá kennurum.
Starfandi kennarar við ÞMS sem ekki halda heimili á staðnum óska eftir að sveitarstjórnirnar endurskoði afstöðu sína til jöfnunar á aðstöðumun, þannig að þeir haldi sömu staðaruppbót og áður, að minnsta kosti út skólaárið, með vísan til meðfylgjandi lögfræðiálits sem styðji þá skoðun bréfritara að uppsögn starfskjara af hverju tagi skuli miða við upphaf eða lok skólaárs. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur að fara eftir tillögu framkvæmdanefndar í fundargerð dags. 20. janúar 2004 í lið 1. um að samþykktin frá 16/9 2003 komi til framkvæmda 1. febrúar í stað 1. janúar 2004. Guðný taldi sig vanhæfa og sat hjá við afgreiðslu á þessum lið. Vegna bréfs Ingu Matthíasdóttur vegna húsaleigumála er vísað í lið 2. fundargerðar framkvæmdanefndar.
4. Gatnagerð og fjármögnun hennar.
Helga hefur nú sótt um lán frá Lánasjóði Sambands íslenskra sveitarfélaga til gatnagerðar við Skógarhlíð að fjárhæð kr. 8.000.000. Vextir eru hagstæðir og geta lánin verið til allt að 15 ára.
5. Sorpmál.
Tekið var fyrir erindi frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar b.s., dags. 18. des. 2003, um samvinnu um hugsanlegan urðunarstað í landi Skjaldarvíkur, norðan til.
Eftirfarandi var samþykkt: „Sveitarstjórn Hörgárbyggðar getur ekki tekið afstöðu til erindis yðar, þar sem skriflegt leyfi landeigenda Skjaldarvíkur og Glæsibæjar liggur ekki fyrir, um að þeir heimili að umrædd svæði verði skoðað sem hugsanlegur urðunarstaður fyrir sorp. Einnig fylgdi ekki með nein raunhæf afstöðumynd af því svæði sem um er beðið. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar setur það sem skilyrði að skriflegt leyfi landeigenda liggi fyrir, ásamt skýrri afmarkaðri afstöðumynd af hugsanlegu urðunarsvæði, áður en sveitarstjórn tekur afstöðu um samvinnu hugsanlegs urðunarstaðar á þessu svæði.”
6. Eldri skuldir.
Trúnaðarmál.
7. Vinnuskólinn - til kynningar.
Vinnnuskólinn kostað nettó á milli 7 - 800.000. Laun unglinganna voru um 500.000. Ákveðið var að framhald yrði á starfsemi vinnuskólans, með svipuðu sniði, næsta sumar.
8. Skipulagsstofnun – umhverfismat.
Sveitarstjórn Hörgárbyggð ákvað að svara ekki bréfi Skipulagsstofnunar frekar en orðið er vegna eldis á þorski, ýsu og lúðu í sjókvíum undan Baldurshaga í Eyjafirði.
9. Leikfélag Hörgdæla - skuld.
Samþykkt að bíða til vorsins, að ósk Leikfélags Hörgdæla, með að innheimta skuld félagsins, þar sem fjárhagsstaða þess verður væntanlega betri í vor eftir sýningar vetrarins.
10. Snjómokstur.
Samþykkt að heimreiðar í Hörgárbyggð verði mokaðar fyrir milligöngu sveitarstjóra hjá þeim aðilum sem þess óska, enda sé þeim gert ljóst að ábúandi bei þann kostnað.
11. Fjárhagsáætlun - þriggja ára áætlun.
Þriggja ára áætlunin yfirfarin vegna fyrri umræðu.
12 Ýmis erindi.
Tilkynning frá forstöðumanni Veiðistjórnunarsviðs UST um endurgreiðslu vegna minkaveiða, skert hlutfall úr 50% í 30%. Sveitarstjóra falið að mótmæla harðlega boðaðri lækkun á endurgreiðslu vegna minkaveiða.
Umsókn um styrk frá Gásafélaginu að fjárhæð kr. 10.000. Samþykkt.
Uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna viðbótarlána og félagslegra leiguíbúða, lagt fram til kynningar.
Bréf frá Sambandi íslenskra sparisjóða þar sem þeir fara fram á að sveitarstjórn Hörgárbyggðar leggi sparisjóðunum lið í þeirri baráttu sem nú er uppi og snýst um tilverugrundvöll sparisjóðanna í landinu. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tekur heilshugar undir það að sparisjóðir landsins haldi áfram starfsemi sinni, óháðir stórum fjármálastofnunum eða fjárfestum.
Samþykkt að kaupa eintak af tímaritinu Sveitarstjórnarmál til að láta liggja frammi á sveitarstjórnarskrifstofunni.
Lagður fram tölvupóstur frá Helga Stefánssyni, DNG varðandi losun rotþróar, götulýsingar og verði á iðnaðarlóðum. Eins vill hann fá skýringu á því hves vegna Hörgárbyggð hætti samstarfi við Akureyrarbæ um eflingarsamning. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
Sveitarstjóra falið að undirrita f.h. Hörgárbyggðar kaupsamning á íbúðarhúsunu í Skriðu, einnig lóðarsamning og byggingarbréfi fyrir jörðinni.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:56.