Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 136

03.02.2010 20:00

Miðvikudaginn 3. febrúar 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 49. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Helgi Bjarni Steinsson, ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, álit samstarfsnefndar, fyrri umræða

Lögð fram fundargerð sameiginlegs vinnufundar sveitarstjórna Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 28. janúar 2010. Þá var lagt fram til umræðu greinargerðin “Málefnaskrá og áhersluatriði” um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sem felur í sér álit samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna, sbr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga. Greinargerðin er samhljóða þeim drögum sem lögð voru fram á vinnufundinum 28. janúar 2010. Niðurstaða hennar er að kosningar fari fram um sameiningu sveitarfélaganna.

Fundargerðin var rædd og afgreidd. Að loknum umræðum um álit samstarfsnefndarinnar var því vísað til síðari umræðu.

 

2. Þriggja ára áætlun 2011-2013, síðari umræða

Síðari umræða um þriggja ára áætlun sveitarsjóðs 2011-2013. Í þeim drögum að áætluninni sem lögð voru fram við fyrri umræðu er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur samstæðunnar árið 2011 verði 190 þús. kr., árið 2012 verði hann 275 þús. kr. og 355 þús. kr. árið 2013. Þá er þar gert ráð fyrir að handbært fé samstæðunnar í lok ársins 2013 verði 54.768 þús. kr.

Sveitarstjórn samþykkti, eftir nokkra umræðu, þriggja ára áætlunina eins og hún var lögð fram.

 

3. Slit Héraðsnefndar Eyjafjarðar

Bréf, dags. 14. janúar 2010, ásamt fylgigögnum, þar með talið ársreikningur framtalsárið 2009, þar sem gerð er grein fyrir slitum á Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti lokaársreikninginn fyrir sitt leyti, eins og hann er lagður fram.

 

4. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag, 25. janúar 2010

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

5. Aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022, samráð

Bréf, dags. 21. janúar 2010, frá tpz teiknistofu, um samráð við Hörgárbyggð um gerð aðalskipulags Akrahrepps 2010-2022.

Til kynningar.

 

6. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Lögð fram umsókn, dags. 27. janúar 2010 um námsvist fyrir fatlaðan nemanda úr Hörgárbyggð í sérdeild Giljaskóla.

Málinu frestað og verður tekið fyrir síðar.

 

7. Ungmennafélag Íslands, Unglingalandsmót 2012

Bréf, dags. 28. janúar 2010, frá Ungmennafélagi Íslands, þar sem kynnt er auglýsing eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 15. Unglingalandsmóts UMFÍ 2012.

Lagt fram til kynningar.

 

8. Landssamtök landeigenda á Íslandi, aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi. Aðalfundurinn verður 11. febrúar 2010.

Til kynningar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:15