Skólanefnd Þelamerkurskóla, fundur nr. 2 - 2006

31.10.2006 15:45

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla haldinn 31. október 2006 kl. 15:45 í kaffistofu skólans.

 

Fundinn sátu:

Anna Lilja Sigurðardóttir, skólastjóri

Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð

Jóhanna María Oddsdóttir frá Hörgárbyggð

Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi

Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara

 

Dagskrá:

- Verkaskipting nefndar

- Erindisbréf skólanefndar Þelamerkurskóla

- Húsnæðismál skólans

- Skóladagatal og starfsáætlun, fjárhagsstaða skólans

- Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2007

- Önnur mál

 

Anna Lilja setti fund og bauð nýja fulltrúa í skólanefnd velkomna til starfa.

 

1. Verkaskipting  skólanefndar

Ákveðið að Jóhanna María Oddsdóttir frá Hörgárbyggð verði formaður, Garðar Lárusson varaformaður og Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð ritari.

 

2. Farið yfir erindisbréf skólanefndar

 

3. Húsnæðismál skólans

Anna Lilja gerði grein fyrir húsnæði skólans og núverandi nýtingu á því. Skólastarfið farið að beinast enn meira inn á einstaklingsmiðað nám og það kallar á aðra nýtingu á húsnæðinu.   Taka þarf afstöðu til þess hvernig hægt verði að nýta betur það húsnæði sem er á staðnum m.a. húsnæði heimavistarinnar.

 

Skólanefnd leggur til að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 verði tekin frá upphæð til að gera þarfagreiningu og áætlun um heildarnýtingu á húsnæði skólans. Auk þess leggur skólanefnd til að sveitarstjórnir og skólanefnd fari og kynni sér skólahúsnæði og aðbúnað hjá öðrum sveitarfélögum.    

 

Anna Lilja gerði grein fyrir að búið væri að leigja ÍSTAK aðstöðu fyrir 20 menn til átta mánaða á neðri hæð nýju heimavistarinnar. Samningurinn gildir til loka maí 2007 með möguleika á framlengingu.

 

4. Skólastefna Þelamerkurskóla

Ákveðið að taka hana upp á næsta skólanefndarfundi.

 

5. Skóladagatal og starfsáætlun (skólanámsskrá), fjárhagsstaða skólans

Starfsáætlun skóla er að finna í upplýsingarbæklingi skólans. Aðaláherslan verður á einstaklingsmiðað nám, þróa útiskólann enn frekar 1.-4. bekk, halda áfram með HHH-verkefnið og byrjað að skoða verkefni sem falla undir græn fánaverkefnið.

Næstkomandi mánudag 6. nóvember 2006 er vetrarfrísdagur nemenda.

 

6. Fjárhagsáætlun fyrir skólann 2007

Undirbúnings fjárhagsáætlunar f. 2007. Stærstu útgjaldaliðir eru endurnýjun á leiksvæði skólans og endurnýjun á tölvuveri skólans. Verið er að leita tilboða í tölvur í tölvuveri og að vinna að kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar á leiksvæði.

 

7. Önnur mál

Upp er kominn leki í pípulögn skólans. Nauðsynlegt er að hefja viðgerð strax og verður eldhúsið ekki nothæft að meðan. Vegna þessara viðgerða þarf að fella niður skóla þriðjudag 7. nóv. og leggur Anna Lilja til að sá dagur verði nýttur sem starfsdagur kennara. Skólanefnd samþykkir þessa tilhögun.   

 

Ákveðið að næsti fundur skólanefndar verði 14. nóvember kl. 15:30.

Fundi slitið kl. 18.

 

Fundaritari Hanna Rósa Sveinsdóttir