Atvinnumálanefnd, fundur nr. 5

12.09.2011 20:00

Mánudaginn 12. september 2011 kl. 20:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Aðalheiður Eysteinsdóttir, Guðmundur Sturluson, Inga Björk Svavarsdóttir, Jón Þór Brynjarsson og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn, svo og Skúli Gautason, menningar- og atvinnufulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Málefni verksmiðjuhúseignanna á Hjalteyri

Rætt um málefni verksmiðjuhúseignanna á Hjalteyri í framhaldi af umræðum á síðustu fundum nefndarinnar.

Atvinnumálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að kannaðir verði vandlega möguleikar á stofnun einkahlutafélags um eignarhald og rekstur verksmiðjuhúseignanna á Hjalteyri. Nefndin telur mikilvægt að niðurstaða í málið fáist sem fyrst.

 

2. Styrkveitingar

Rætt um framkvæmd á auglýsingu og úthlutun á styrk/styrkjum til eflingar atvinnulífs í sveitarfélagsins.

Ákveðið var að samin verði drög að úthlutunarreglum fyrir úthlutun styrkja sem lögð verði fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

3. Fjarskiptamál

Rætt um fjarskiptamál í sveitarfélaginu.

Ákveðið var að sendur verði út spurningalisti um sveitarfélagið um ástand á net- og símasambandi og móttökuskilyrðum útvarps og sjónvarps. Nefndin samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Eyþingi verði falið að knýja á um nauðsynlegar úrbætur í þessum efnum.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:15.