Vinaliðar í Þelamerkurskóla
18.09.2013
Fyrstu Vinaliðar í Þelamerkurskóla eru: Elís Freyr, Anna Ágústa, Máni Freyr, Sunneva, Hildur Helga, Benedikt Sölvi, Eyrún Lilja og Kara Hildur. Vinaliðaverkefnið hefur það að markmiði að stuðla að fjölbreyttum leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda og hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt. Vinaliðar er valdir tvisvar á skólaári í leynilegu vali innan námshópanna.
Á morgun, fimmtudag, fara þessir nemendur ásamt Vinaliðum úr Giljaskóla á Akureyri á þriggja tíma námskeið í íþróttahúsinu hér á Þelamörk.