Viðbygging leikskólans tekin í notkun
Í dag er fyrsti dagurinn í nýju húsi hjá börnunum á leikskólanunum Álfasteini. Húsið sem er viðbygging við leikskólann hefur verið í byggingu síðan í júlí sl. Á laugardaginn fluttu starfskonur húsgögn og muni úr eldri hlutanum í viðbygginguna.
Nú taka við breytingar á eldri hlutanum sem miða það því að gera báða hlutana að einni heild. Þar verður pláss fyrir 30 börn, en í eldri hlutanum rúmuðust 17 börn.
Hér fyrir neðan eru þrjár myndir frá laugardeginum, sú efsta er af dugnaðarforkunum sem vinna á leikskólanum (nema ræstitæknir og afleysing). Frá vinstri eru: Anna Dóra Gunnarsdóttir, Kristín Heiða Garðarsdóttir, Hugrún Dögg Harðardóttir, Dagný Þóra Baldursdóttir, Sigríður Sigurbjörg Jónsdóttir, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir og Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri.