Viðburðir í Leikhúsinu Möðruvöllum
05.10.2012
Í gær flutti Hörður Geirsson frá ljósmyndadeild Minjasafns Akureyrar erindi og sýndi nokkrar gamlar myndir úr safnkostinum. Erindið var fróðlegt og skemmtilegt enda góð mæting.
Á myndinni er Hörður að fjalla um Stuttu-Siggu, en ljósmyndin er tekin af Jóni Júlíusi Árnasyni.
Viðburðir verða í Leikhúsinu annan hvern fimmtudag fram að aðventu.