Vatnstúrbína og rafall í Hrauni gerð upp
03.05.2012
Nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) hafa gert upp vatnstúrbínuna og rafalinn í Hrauni í Öxnadal. Uppgerð túrbínunnar var á höndum Magnúsar Þórs Árnasonar, Snorra Björns Atlasonar og Sævars Lárusar Áskelssonar. Uppsetning og prófun var framkvæmd af öllum nemendum í áfanganum VIR 104. Þrjár vinnuferðir voru farnar að Hrauni, 25. apríl var túrbínan gangsett og rafmagnsframleiðsla hófst. Nánar hér á heimasíðu VMA.