Upplestrarhátíð Þelamerkurskóla verður miðvikudaginn 16. mars. Hún er lokapunkturinn á upplestraræfingum hjá 7. bekk og liður í þátttöku hans í Stóru upplestrarkeppninni. Ár hvert hefst undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sem einnig er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.
Á upplestrarhátíð skólans verða valdir fulltrúar hans í Stóru upplestrarkeppninni sem að þessu sinni fer fram í Grenivíkurskóla 31. mars næstkomandi. Í þeirri keppni eiga líka fulltrúa Valsárskóli, Stórutjarnaskóli, Grenivíkurskóli og Hrafnagilsskóli.
Upplestrarhátíðin hefst kl. 11:15 í stofu 4. Foreldrar og aðrir velunnarar skólans eru velkomnir á þessa menningarhátíð nemendanna.