Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2024
Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita Stefáni Magnússyni og Sigrúnu Jónsdóttur ábúendum á Fagraskógi umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2024 fyrir snyrtilegt umhverfi á fagurri bújörð. Fagriskógur, þar sem eitt af ástsælustu skáldum landsins, Davíð Stefánsson fæddist er í dag fyrirmyndar kúabú.
Reisulegt íbúðarhús sem stendur við fjölfarinn Ólafsfjarðarveg og vekur athygli var byggt 1929. Sunnan við húsið prýðir Davíðslundur umhverfið en hann var gerður í minningu skáldsins, Davíð Stefánssonar. Stefáni og Sigrúnu eru færðar bestu hamingjuóskir með verðlaunin sem þau eru vel að komin.
Axel Grettisson oddviti Hörgársveitar og Sunna María Jónasdóttir í umhverfis- og skipulagsnefnd og sveitarstjórnarfulltrúi færðu þeim verðlaunin laugardaginn 22. júní
Með fréttinni fylgja nokkrar myndir af Fagraskógi.